Hollande og Merkel greinir á um leiðir 19. október 2012 06:00 Angela Merkel og François Hollande á tali við Martin Schulz, forseta Evrópuþingsins. nordicphotos/AFP Ágreiningur milli Angelu Merkel Þýskalandskanslara og François Hollande Frakklandsforseta setur svip sinn á tveggja daga leiðtogafund Evrópusambandsins, sem hófst í Brussel í gær. Eins og á undanförnum leiðtogafundum snýst ágreiningurinn um það hvaða leiðir eigi að fara til að styrkja evrusvæðið og koma í veg fyrir alvarlega skuldakreppu í framtíðinni. Merkel sagðist fyrir fundinn ekki sjá neina ástæðu til að taka stórar ákvarðanir á þessum fundi. Hún vill stefna að því að eftirlit Evrópusambandsins með fjárlagagerð aðildarríkjanna verði stóreflt, þannig að stjórnvöld í Brussel fái jafnvel neitunarvald standist fjárlög einstakra aðildarríkja ekki kröfur bandalagsins. Hollande vildi hins vegar hraða stofnun bankabandalags evruríkjanna með sameiginlegu bankaeftirliti og taldi ekkert standa í vegi fyrir því að af þessu gæti orðið fyrir árslok. „Eina ákvörðunin sem við þurfum að taka, eða staðfesta, er að koma á fót bankabandalagi fyrir árslok,“ sagði hann. „Fyrsta skrefið er bankaeftirlit.“ Merkel stóð hins vegar fast á því að mikilvægara sé að tryggja gæðin en að hraða ákvörðunum um bankaeftirlitið: „Það er mikið af afar flóknum lagalegum álitamálum, og ég er ekki að gera málið erfiðara en það er,“ sagði hún. Meðan leiðtogarnir sátu á fundum í Brussel logaði allt í mótmælum á götum Grikklands, þar sem ríkisstjórnarflokkarnir eru enn að reyna að koma sér saman um stórfelldan viðbótarniðurskurð á fjárlögum. Reikna má með því að brotthvarf Grikklands af evrusvæðinu muni kosta önnur ríki, fyrirtæki og fjárfesta allt að 198 milljarða evra í beinu tapi vegna glataðra skuldabréfa. Þetta er mat þýsku Bertelsmann-stofnunarinnar, sem telur að þessi kostnaður yrði í sjálfu sér vel viðráðanlegur. Fari hins vegar svo að Portúgal, Spánn og Ítalía fylgi í kjölfarið yrði heildarkostnaður heimsbyggðarinnar vegna samdráttar í heimsframleiðslunni á næstu árum allt að 17.200 milljarðar evra, eða nærri 2.800.000 milljarðar króna. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Ágreiningur milli Angelu Merkel Þýskalandskanslara og François Hollande Frakklandsforseta setur svip sinn á tveggja daga leiðtogafund Evrópusambandsins, sem hófst í Brussel í gær. Eins og á undanförnum leiðtogafundum snýst ágreiningurinn um það hvaða leiðir eigi að fara til að styrkja evrusvæðið og koma í veg fyrir alvarlega skuldakreppu í framtíðinni. Merkel sagðist fyrir fundinn ekki sjá neina ástæðu til að taka stórar ákvarðanir á þessum fundi. Hún vill stefna að því að eftirlit Evrópusambandsins með fjárlagagerð aðildarríkjanna verði stóreflt, þannig að stjórnvöld í Brussel fái jafnvel neitunarvald standist fjárlög einstakra aðildarríkja ekki kröfur bandalagsins. Hollande vildi hins vegar hraða stofnun bankabandalags evruríkjanna með sameiginlegu bankaeftirliti og taldi ekkert standa í vegi fyrir því að af þessu gæti orðið fyrir árslok. „Eina ákvörðunin sem við þurfum að taka, eða staðfesta, er að koma á fót bankabandalagi fyrir árslok,“ sagði hann. „Fyrsta skrefið er bankaeftirlit.“ Merkel stóð hins vegar fast á því að mikilvægara sé að tryggja gæðin en að hraða ákvörðunum um bankaeftirlitið: „Það er mikið af afar flóknum lagalegum álitamálum, og ég er ekki að gera málið erfiðara en það er,“ sagði hún. Meðan leiðtogarnir sátu á fundum í Brussel logaði allt í mótmælum á götum Grikklands, þar sem ríkisstjórnarflokkarnir eru enn að reyna að koma sér saman um stórfelldan viðbótarniðurskurð á fjárlögum. Reikna má með því að brotthvarf Grikklands af evrusvæðinu muni kosta önnur ríki, fyrirtæki og fjárfesta allt að 198 milljarða evra í beinu tapi vegna glataðra skuldabréfa. Þetta er mat þýsku Bertelsmann-stofnunarinnar, sem telur að þessi kostnaður yrði í sjálfu sér vel viðráðanlegur. Fari hins vegar svo að Portúgal, Spánn og Ítalía fylgi í kjölfarið yrði heildarkostnaður heimsbyggðarinnar vegna samdráttar í heimsframleiðslunni á næstu árum allt að 17.200 milljarðar evra, eða nærri 2.800.000 milljarðar króna. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira