Erlent

April Jones enn leitað

April Jones.
April Jones.
Leit stendur enn yfir að April Jones, fimm ára gamalli stúlku sem hvarf skammt frá heimili sínu í Wales á mánudag. Hátt í fjörutíu rannsóknarlögreglumenn koma að leitinni en talið er að telpan sé enn í nágrenni við heimabæ sinn.

Lögreglan hefur yfirheyrt karlmann á fimmtugsaldri í tengslum við hvarfið, ekki er vitað hvort að hann er grunaður um að hafa numið telpuna á brott.

Þá hefur lögreglan gefið út að stúlkan þjáist af heilalömun og þarf nauðsynlega á lyfjum sínum að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×