Vill standa vörð um starfið í HÍ 4. október 2012 06:00 Katrín Jakobsdóttir Mikilvægt er að standa vörð um Háskóla Íslands (HÍ) þar sem hann sinnir kennslu í öllum greinum. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra í samtali við Fréttablaðið aðspurð um gagnrýni Ara Kristins Jónssonar, rektors Háskólans í Reykjavík (HR), vegna misræmis í niðurskurði í framlögum milli HR og ríkisháskólanna. „Ef litið er á tölur um niðurskurð í framlögum til háskólanna sýna niðurstöðutölur að minna hefur verið skorið niður hjá HÍ, en á móti kemur að skólinn er bæði búinn að taka á sig önnur verkefni og nemendum þar hefur fjölgað langmest,“ segir Katrín. Fram kom hjá Ara að 17,4 prósenta lækkun hefði orðið á framlögum til HR frá 2009, fært til núvirðis, fram að fjárlagafrumvarpi 2013. Niðurskurðurinn hjá HÍ hefði verið 0,7 prósent. „Það má fara út í alls konar talnaleikfimi,“ segir Katrín, „en niðurskurðurinn á fjárlögum fyrir háskóla frá 2009 til 2012 er þrír milljarðar sem fara út úr kerfinu.“ Hún bætir því við að meðal þess sem HÍ hafi tekið á sig og hafi fylgt aukin framlög séu verkefni tengd aldarafmæli skólans auk þess sem fjölgun nemenda hafi verið langtum meiri í HÍ en öðrum skólum. „Síðan er ekkert launungarmál að mér finnst mikilvægt að verja HÍ sem þann skóla sem sinnir kennslu í öllum greinum, og hafa framlög til hans þó verið skorin niður um tæpa 2,2 milljarða.“ Ari benti á það að HR skilaði flestum nemendum í tæknigreinum, sem væru afar eftirsóttir fyrir atvinnulífið. Engu að síður fengi skólinn minni fjárframlög á hvern nemanda en HÍ. Katrín svarar því til að þetta megi skýra með því að framlög á hvern nemanda fari eftir námsgreinum, ekki skólum, og sé mikill munur þar á, allt frá 500.000 krónum á ári fyrir ódýrustu nemendurna upp í 2,6 milljónir fyrir tannlæknanema. Þannig fylgi verkfræðinemanda sama framlag í HR og HÍ. „Stóri punkturinn í þessu öllu saman er að við höfum verið að skera niður í háskólakerfi sem var undirfjármagnað fyrir. Ef við berum okkur saman við OECD-löndin erum við undir meðaltali í framlögum á hvern nema og það er staðreynd sem virðist stundum gleymast. HR hefur unnið mjög gott starf og hefur átt stóran hlut í að efla gæði menntunar. En ég held að áhersla allra skóla ætti að vera á að efla háskólastigið í heild.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Mikilvægt er að standa vörð um Háskóla Íslands (HÍ) þar sem hann sinnir kennslu í öllum greinum. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra í samtali við Fréttablaðið aðspurð um gagnrýni Ara Kristins Jónssonar, rektors Háskólans í Reykjavík (HR), vegna misræmis í niðurskurði í framlögum milli HR og ríkisháskólanna. „Ef litið er á tölur um niðurskurð í framlögum til háskólanna sýna niðurstöðutölur að minna hefur verið skorið niður hjá HÍ, en á móti kemur að skólinn er bæði búinn að taka á sig önnur verkefni og nemendum þar hefur fjölgað langmest,“ segir Katrín. Fram kom hjá Ara að 17,4 prósenta lækkun hefði orðið á framlögum til HR frá 2009, fært til núvirðis, fram að fjárlagafrumvarpi 2013. Niðurskurðurinn hjá HÍ hefði verið 0,7 prósent. „Það má fara út í alls konar talnaleikfimi,“ segir Katrín, „en niðurskurðurinn á fjárlögum fyrir háskóla frá 2009 til 2012 er þrír milljarðar sem fara út úr kerfinu.“ Hún bætir því við að meðal þess sem HÍ hafi tekið á sig og hafi fylgt aukin framlög séu verkefni tengd aldarafmæli skólans auk þess sem fjölgun nemenda hafi verið langtum meiri í HÍ en öðrum skólum. „Síðan er ekkert launungarmál að mér finnst mikilvægt að verja HÍ sem þann skóla sem sinnir kennslu í öllum greinum, og hafa framlög til hans þó verið skorin niður um tæpa 2,2 milljarða.“ Ari benti á það að HR skilaði flestum nemendum í tæknigreinum, sem væru afar eftirsóttir fyrir atvinnulífið. Engu að síður fengi skólinn minni fjárframlög á hvern nemanda en HÍ. Katrín svarar því til að þetta megi skýra með því að framlög á hvern nemanda fari eftir námsgreinum, ekki skólum, og sé mikill munur þar á, allt frá 500.000 krónum á ári fyrir ódýrustu nemendurna upp í 2,6 milljónir fyrir tannlæknanema. Þannig fylgi verkfræðinemanda sama framlag í HR og HÍ. „Stóri punkturinn í þessu öllu saman er að við höfum verið að skera niður í háskólakerfi sem var undirfjármagnað fyrir. Ef við berum okkur saman við OECD-löndin erum við undir meðaltali í framlögum á hvern nema og það er staðreynd sem virðist stundum gleymast. HR hefur unnið mjög gott starf og hefur átt stóran hlut í að efla gæði menntunar. En ég held að áhersla allra skóla ætti að vera á að efla háskólastigið í heild.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira