Einstakt að fá að vinna með Sir Kenneth Branagh 29. ágúst 2012 09:00 Í tökum Magni Ágústsson kvikmyndatökustjóri vann við gerð þáttanna Spy sem sýndir eru í Sjónvarpinu. Mynd/árni Þór jónsson Magni Ágústsson, kvikmyndatökustjóri og meðlimur í Félagi íslenskra kvikmyndatökustjóra, hefur starfað innan kvikmyndabransans í sautján ár. Hann er búsettur í London og vann meðal annars sem tökumaður við gerð sjónvarpsþáttanna Spy sem nú eru sýndir í Ríkisjónvarpinu. „Ég byrjaði í bransanum fyrir sautján árum og vann mig hægt og rólega upp í starf kvikmyndatökustjóra. Þegar ég byrjaði vann ég við hin ýmsu störf á tökustað en þar sem ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun og kvikmyndatöku lá leiðin í þetta starf frekar en eitthvað annað," útskýrir Magni. Spy eru gamanþættir sem voru framleiddir fyrir Sky-sjónvarpsstöðina og fara Darren Boyd og Robert Lindsay með aðalhlutverkin í þáttunum. Alls eru sex þættir í fyrstu þáttaröðinni og tók Magni þá alla upp. „Þetta var mjög skemmtilegt verkefni, en afskaplega krefjandi. Önnur þáttaröð er í bígerð en ég var upptekinn og gat ekki tekið þátt í því verkefni," segir Magni. Magni vann einnig við breska endurgerð sjónvarpsþáttanna um sænska lögreglumanninn Wallander. Sir Kenneth Branagh fer með hlutverk lögreglumannsins snjalla og um samstarfið segir Magni: „Það sem stendur upp úr er að hann er með svo háan gæðastuðul að ég hef sjaldan séð annað eins. Það er í raun stórmerkilegt hversu mikill fagmaður hann er í starfi." Tökur á þáttunum fóru fram í Svíþjóð og dvaldi Magni þar í þrjá mánuði. Hann viðurkennir að mikið flakk fylgi starfinu og segir það bæði kost og galla. „Það getur verið skemmtilegt á köflum en líka dapurlegt, maður er endalaust að „tékka" sig inn á flugvöllum og á hótel. En á sama tíma er gaman að sjá og kynnast stöðum sem maður mundi ef til vill ekki annars heimsækja," segir hann að lokum. sara@frettabladid.is Lífið Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira
Magni Ágústsson, kvikmyndatökustjóri og meðlimur í Félagi íslenskra kvikmyndatökustjóra, hefur starfað innan kvikmyndabransans í sautján ár. Hann er búsettur í London og vann meðal annars sem tökumaður við gerð sjónvarpsþáttanna Spy sem nú eru sýndir í Ríkisjónvarpinu. „Ég byrjaði í bransanum fyrir sautján árum og vann mig hægt og rólega upp í starf kvikmyndatökustjóra. Þegar ég byrjaði vann ég við hin ýmsu störf á tökustað en þar sem ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun og kvikmyndatöku lá leiðin í þetta starf frekar en eitthvað annað," útskýrir Magni. Spy eru gamanþættir sem voru framleiddir fyrir Sky-sjónvarpsstöðina og fara Darren Boyd og Robert Lindsay með aðalhlutverkin í þáttunum. Alls eru sex þættir í fyrstu þáttaröðinni og tók Magni þá alla upp. „Þetta var mjög skemmtilegt verkefni, en afskaplega krefjandi. Önnur þáttaröð er í bígerð en ég var upptekinn og gat ekki tekið þátt í því verkefni," segir Magni. Magni vann einnig við breska endurgerð sjónvarpsþáttanna um sænska lögreglumanninn Wallander. Sir Kenneth Branagh fer með hlutverk lögreglumannsins snjalla og um samstarfið segir Magni: „Það sem stendur upp úr er að hann er með svo háan gæðastuðul að ég hef sjaldan séð annað eins. Það er í raun stórmerkilegt hversu mikill fagmaður hann er í starfi." Tökur á þáttunum fóru fram í Svíþjóð og dvaldi Magni þar í þrjá mánuði. Hann viðurkennir að mikið flakk fylgi starfinu og segir það bæði kost og galla. „Það getur verið skemmtilegt á köflum en líka dapurlegt, maður er endalaust að „tékka" sig inn á flugvöllum og á hótel. En á sama tíma er gaman að sjá og kynnast stöðum sem maður mundi ef til vill ekki annars heimsækja," segir hann að lokum. sara@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira