LungA lauk með bónorði 24. júlí 2012 09:00 Nýtrúlofuð Valdís Helga Þorgeirsdóttir kyssir unnusta sinn Óla Val Þrastarson eftir að hafa játast honum á sviði útitónleika listahátíðarinnar LungA aðfaranótt sunnudags. Mynd/Magnús Andersen „Það var fullt af ókunnugu fólki að koma upp að manni með tárin í augunum og knúsa mann. Í gær voru síðan allir að gefa okkur „high five" og segja hvað þetta hefði verið æðislegt," sagði Valdís Helga Þorgeirsdóttir í gærmorgun en kærastinn hennar Óli Valur Þrastarson fór niður á skeljarnar uppi á sviði að loknum útitónleikum listahátíðarinnar LungA aðfaranótt sunnudags. Hátíðin fór fram á Seyðisfirði í síðastliðinni viku og voru tónleikarnir hálfgerður endapunktur. Því má því segja að LungA hafi lokið með bónorði. Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari hljómsveitarinnar Retro Stefson, kynnti Óla næstan á svið eftir lokalag sveitarinnar. Uppátækið vakti mikla undrun hjá Valdísi, sem og hátíðargestum, en hún stóð grunlaus í mannþrönginni ásamt vinkonum sínum. „Ég, hann og tvær vinkonur mínar höfðum verið að dansa og síðan vorum við bara: „hvar er Óli?"," segir Valdís sem sá að þessu sögðu kærastann, sem hafði horfið þeim úr augnsýn, stíga á svið og biðja hennar. „Ég bjóst ekkert við þessu," segir hún og tekur fram að Óli hafi gert þetta í hita augnabliksins. Hann er að vonum ánægður með ákvörðunina en Valdís sagði já við bóninni á stundinni. „Ég þurfti ekkert að hugsa mig um," segir hún glöð í bragði. Nýtrúlofaða parið hefur ekki rætt frekari áform um giftingu og svarar Óli spurður um hvenær þau muni ganga upp að altarinu: „Við erum ekki farin að huga að giftingu, það er seinni tíma hausverkur." Á sama tíma segir Valdís sig vera að venjast tilhugsuninni um væntanlega giftingu. Parið er ungt að árum en Valdís er tuttugu og fjögurra ára og Óli, oft nefndur Óli Ofur vegna hljóðkerfaleigu sinnar Ofur hljóð/ljós, er tuttugu og níu ára. Þau mikla ekki fyrir sér að hafa verið saman í fremur stuttan tíma og eru bæði í skýjunum. „Hún er bara svo fín að ég gat ekki annað. Mér fannst þetta bara hið rétta í stöðunni svo ég fór þarna upp og spurði hana," segir hann. hallfridur@frettabladid.is Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
„Það var fullt af ókunnugu fólki að koma upp að manni með tárin í augunum og knúsa mann. Í gær voru síðan allir að gefa okkur „high five" og segja hvað þetta hefði verið æðislegt," sagði Valdís Helga Þorgeirsdóttir í gærmorgun en kærastinn hennar Óli Valur Þrastarson fór niður á skeljarnar uppi á sviði að loknum útitónleikum listahátíðarinnar LungA aðfaranótt sunnudags. Hátíðin fór fram á Seyðisfirði í síðastliðinni viku og voru tónleikarnir hálfgerður endapunktur. Því má því segja að LungA hafi lokið með bónorði. Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari hljómsveitarinnar Retro Stefson, kynnti Óla næstan á svið eftir lokalag sveitarinnar. Uppátækið vakti mikla undrun hjá Valdísi, sem og hátíðargestum, en hún stóð grunlaus í mannþrönginni ásamt vinkonum sínum. „Ég, hann og tvær vinkonur mínar höfðum verið að dansa og síðan vorum við bara: „hvar er Óli?"," segir Valdís sem sá að þessu sögðu kærastann, sem hafði horfið þeim úr augnsýn, stíga á svið og biðja hennar. „Ég bjóst ekkert við þessu," segir hún og tekur fram að Óli hafi gert þetta í hita augnabliksins. Hann er að vonum ánægður með ákvörðunina en Valdís sagði já við bóninni á stundinni. „Ég þurfti ekkert að hugsa mig um," segir hún glöð í bragði. Nýtrúlofaða parið hefur ekki rætt frekari áform um giftingu og svarar Óli spurður um hvenær þau muni ganga upp að altarinu: „Við erum ekki farin að huga að giftingu, það er seinni tíma hausverkur." Á sama tíma segir Valdís sig vera að venjast tilhugsuninni um væntanlega giftingu. Parið er ungt að árum en Valdís er tuttugu og fjögurra ára og Óli, oft nefndur Óli Ofur vegna hljóðkerfaleigu sinnar Ofur hljóð/ljós, er tuttugu og níu ára. Þau mikla ekki fyrir sér að hafa verið saman í fremur stuttan tíma og eru bæði í skýjunum. „Hún er bara svo fín að ég gat ekki annað. Mér fannst þetta bara hið rétta í stöðunni svo ég fór þarna upp og spurði hana," segir hann. hallfridur@frettabladid.is
Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira