Innlent

Sorpu verði komið frá Álfsnesi

Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar sem fór með í vettvangsskoðun á Álfsnes lýsti lyktinni við losun á seyru úr gámabíl sem „gríðarlegri og óbærilegri“.
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar sem fór með í vettvangsskoðun á Álfsnes lýsti lyktinni við losun á seyru úr gámabíl sem „gríðarlegri og óbærilegri“. Fréttablaðið/Valli
„Vettvangsferð bæjarráðs á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi staðfestir áhyggjur bæjarstjórnar af lyktarmálum frá urðunarstaðnum,“ segir í samþykkt bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.

Viðvarandi kvartanir hafa verið frá íbúum í Mosfellsbæ undan lyktarmengun frá Sorpu á Álfsnesi. Á íbúafundi 3. maí var lagst gegn áframhaldandi starfsleyfi Sorpu í Álfsnesi.

„Íbúafundurinn telur starfsemina ekki eiga heima nálægt byggð meðal annars vegna lyktarmengunar. Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til á undanförnum árum til að bregðast við lyktarmenguninni hafa ekki skilað tilætluðum árangri,“ ályktaði íbúafundurinn og skoraði á stjórn Sorpu og aðildarsveitarfélög Sorpu að standa saman að því að finna nýtt framtíðarsvæði fyrir starfsemina.

Bæjarstjórn segist taka undir ályktun íbúafundarins. „Ljóst má vera að ekki hefur tekist að leysa þessi mál svo ásættanlegt sé og hefur bæjarstjórn Mosfellsbæjar miklar áhyggjur af þróun mála í Álfsnesi,“ sagði bæjarstjórnin. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×