Innlent

Ekki tilefni til að bregðast við

Ástþór Magnússon
Ástþór Magnússon
Fjölmiðlanefnd telur ekki tilefni til að bregðast við vegna fyrirspurnar sem Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi sendi nefndinni. Óskar hann eftir áliti nefndarinnar á nokkrum atriðum, fyrst og fremst varðandi Ríkisútvarpið.

„Að gefnu tilefni vill fjölmiðlanefnd koma því á framfæri að athugasemdir Ástþórs Magnússonar, vegna forsetakosninganna, voru teknar fyrir á fundi nefndarinnar 13. apríl sl. Fimm dögum síðar var honum sent svar þar sem meðal annars er bent á að nefndin hafi ekki eftirlit með lögum um Ríkisútvarpið,“ segir í tilkynningu. Einnig kemur fram að nefndin gefi ekki út almennt álit vegna athugasemda sem ekki feli í sér kvörtun um tiltekin brot á lögum um fjölmiðla.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×