Skorar ekki enn á Liberty Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2012 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, reynir hér eitt af sjö skotum sínum í leiknum í gær en fjórir varnarmenn Newcastle eru til varnar. Nordic Photos / Getty Gylfi Þór Sigurðsson tók í gær við verðlaunum sínum sem besti leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni en honum tókst ekki að halda upp á það með því að skora sitt fyrsta mark á tímabilinu á Liberty Stadium í Swansea. Swansea-liðið tapaði 0-2 á heimavelli á móti Newcastle og hefur nú tapað þremur leikjum í röð. „Ég finn til með leikmönnum mínum í dag. Newcastle er lið sem hefur staðið sig vel á þessu tímabili og eru að elta Meistaradeildarsæti. Mér fannst við samt yfirspila þá í dag en það eins sem við gátum ekki var að koma boltanum í markið. Það sem vann okkur í dag voru tvær frábærar afgreiðslur," sagði Brendan Rodgers, stjóri Swansea, eftir leikinn. Átti sjö skot í leiknumÞað er ekki eins og Gylfi Þór hafi ekki reynt að brjóta ísinn á heimavelli sínum. Gylfi var mjög ógnandi allan leikinn og átti margar ágætar tilraunir sem annaðhvort rétt sleiktu stangirnar eða enduðu á Tim Krul í marki Newcastle. Alls reyndi Gylfi sjö skot í leiknum og þar af fóru þrjár þeirra á markið en þess má geta að allir leikmenn Newcastle-liðsins náði aðeins fimm skotum allan leikinn. Gylfi Þór steig sín fyrstu spor á Liberty Stadium þegar kom inn á sem varamaður á móti Arsenal 15. janúar síðastliðinn og leikurinn í gær var hans sjötti á vellinum. Hann hefur nú spilað í 471 mínútur á þessum velli án þess að ná að skora. Gylfa tókst samt að síður að leggja upp mörk í tveimur fyrstu heimaleikjum sínum. Hann hefur ekki náð að koma að marki í síðustu fjórum leikjum á Liberty. Það sem er kannski verra er að Swansea hefur tapað síðustu tveimur heimaleikjum sínum án þess að ná að skora. Liðið fékk sjö stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum heimaleikjum Gylfa á Liberty Stadium. Gylfi skoraði líka meira á útivelli en heimavelli fyrir Hoffenheim því 5 af 9 mörkum hans í þýsku deildinni komu á útivöllum þar af 3 af 4 síðustu mörkum hans fyrir þýska liðið. Gylfi er núna búinn að leika sextán heimaleiki í röð þýsku og ensku úrvalsdeildinni án þess að skora sem er ekki skemmtileg tölfræði fyrir okkar mann. Loftus Road næst á dagskráÞað hefur verið allt annað í gangi í útleikjum Gylfa sem hefur skorað 6 mörk í 6 fyrstu útileikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni þar af fimm mörk í síðustu þremur. Það er því vonandi von á góðu næsta miðvikudag þegar Gylfi og félagar heimsækja QPR í Íslendingaslag á Loftus Road. Hver veit nema að Gylfi biðji sérstaklega um það fá að spila í appelsínugula búningnum enda hefur hann skorað 4 af 6 mörkum sínum í honum í vetur. Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson tók í gær við verðlaunum sínum sem besti leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni en honum tókst ekki að halda upp á það með því að skora sitt fyrsta mark á tímabilinu á Liberty Stadium í Swansea. Swansea-liðið tapaði 0-2 á heimavelli á móti Newcastle og hefur nú tapað þremur leikjum í röð. „Ég finn til með leikmönnum mínum í dag. Newcastle er lið sem hefur staðið sig vel á þessu tímabili og eru að elta Meistaradeildarsæti. Mér fannst við samt yfirspila þá í dag en það eins sem við gátum ekki var að koma boltanum í markið. Það sem vann okkur í dag voru tvær frábærar afgreiðslur," sagði Brendan Rodgers, stjóri Swansea, eftir leikinn. Átti sjö skot í leiknumÞað er ekki eins og Gylfi Þór hafi ekki reynt að brjóta ísinn á heimavelli sínum. Gylfi var mjög ógnandi allan leikinn og átti margar ágætar tilraunir sem annaðhvort rétt sleiktu stangirnar eða enduðu á Tim Krul í marki Newcastle. Alls reyndi Gylfi sjö skot í leiknum og þar af fóru þrjár þeirra á markið en þess má geta að allir leikmenn Newcastle-liðsins náði aðeins fimm skotum allan leikinn. Gylfi Þór steig sín fyrstu spor á Liberty Stadium þegar kom inn á sem varamaður á móti Arsenal 15. janúar síðastliðinn og leikurinn í gær var hans sjötti á vellinum. Hann hefur nú spilað í 471 mínútur á þessum velli án þess að ná að skora. Gylfa tókst samt að síður að leggja upp mörk í tveimur fyrstu heimaleikjum sínum. Hann hefur ekki náð að koma að marki í síðustu fjórum leikjum á Liberty. Það sem er kannski verra er að Swansea hefur tapað síðustu tveimur heimaleikjum sínum án þess að ná að skora. Liðið fékk sjö stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum heimaleikjum Gylfa á Liberty Stadium. Gylfi skoraði líka meira á útivelli en heimavelli fyrir Hoffenheim því 5 af 9 mörkum hans í þýsku deildinni komu á útivöllum þar af 3 af 4 síðustu mörkum hans fyrir þýska liðið. Gylfi er núna búinn að leika sextán heimaleiki í röð þýsku og ensku úrvalsdeildinni án þess að skora sem er ekki skemmtileg tölfræði fyrir okkar mann. Loftus Road næst á dagskráÞað hefur verið allt annað í gangi í útleikjum Gylfa sem hefur skorað 6 mörk í 6 fyrstu útileikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni þar af fimm mörk í síðustu þremur. Það er því vonandi von á góðu næsta miðvikudag þegar Gylfi og félagar heimsækja QPR í Íslendingaslag á Loftus Road. Hver veit nema að Gylfi biðji sérstaklega um það fá að spila í appelsínugula búningnum enda hefur hann skorað 4 af 6 mörkum sínum í honum í vetur.
Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sjá meira