Skorar ekki enn á Liberty Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2012 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, reynir hér eitt af sjö skotum sínum í leiknum í gær en fjórir varnarmenn Newcastle eru til varnar. Nordic Photos / Getty Gylfi Þór Sigurðsson tók í gær við verðlaunum sínum sem besti leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni en honum tókst ekki að halda upp á það með því að skora sitt fyrsta mark á tímabilinu á Liberty Stadium í Swansea. Swansea-liðið tapaði 0-2 á heimavelli á móti Newcastle og hefur nú tapað þremur leikjum í röð. „Ég finn til með leikmönnum mínum í dag. Newcastle er lið sem hefur staðið sig vel á þessu tímabili og eru að elta Meistaradeildarsæti. Mér fannst við samt yfirspila þá í dag en það eins sem við gátum ekki var að koma boltanum í markið. Það sem vann okkur í dag voru tvær frábærar afgreiðslur," sagði Brendan Rodgers, stjóri Swansea, eftir leikinn. Átti sjö skot í leiknumÞað er ekki eins og Gylfi Þór hafi ekki reynt að brjóta ísinn á heimavelli sínum. Gylfi var mjög ógnandi allan leikinn og átti margar ágætar tilraunir sem annaðhvort rétt sleiktu stangirnar eða enduðu á Tim Krul í marki Newcastle. Alls reyndi Gylfi sjö skot í leiknum og þar af fóru þrjár þeirra á markið en þess má geta að allir leikmenn Newcastle-liðsins náði aðeins fimm skotum allan leikinn. Gylfi Þór steig sín fyrstu spor á Liberty Stadium þegar kom inn á sem varamaður á móti Arsenal 15. janúar síðastliðinn og leikurinn í gær var hans sjötti á vellinum. Hann hefur nú spilað í 471 mínútur á þessum velli án þess að ná að skora. Gylfa tókst samt að síður að leggja upp mörk í tveimur fyrstu heimaleikjum sínum. Hann hefur ekki náð að koma að marki í síðustu fjórum leikjum á Liberty. Það sem er kannski verra er að Swansea hefur tapað síðustu tveimur heimaleikjum sínum án þess að ná að skora. Liðið fékk sjö stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum heimaleikjum Gylfa á Liberty Stadium. Gylfi skoraði líka meira á útivelli en heimavelli fyrir Hoffenheim því 5 af 9 mörkum hans í þýsku deildinni komu á útivöllum þar af 3 af 4 síðustu mörkum hans fyrir þýska liðið. Gylfi er núna búinn að leika sextán heimaleiki í röð þýsku og ensku úrvalsdeildinni án þess að skora sem er ekki skemmtileg tölfræði fyrir okkar mann. Loftus Road næst á dagskráÞað hefur verið allt annað í gangi í útleikjum Gylfa sem hefur skorað 6 mörk í 6 fyrstu útileikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni þar af fimm mörk í síðustu þremur. Það er því vonandi von á góðu næsta miðvikudag þegar Gylfi og félagar heimsækja QPR í Íslendingaslag á Loftus Road. Hver veit nema að Gylfi biðji sérstaklega um það fá að spila í appelsínugula búningnum enda hefur hann skorað 4 af 6 mörkum sínum í honum í vetur. Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson tók í gær við verðlaunum sínum sem besti leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni en honum tókst ekki að halda upp á það með því að skora sitt fyrsta mark á tímabilinu á Liberty Stadium í Swansea. Swansea-liðið tapaði 0-2 á heimavelli á móti Newcastle og hefur nú tapað þremur leikjum í röð. „Ég finn til með leikmönnum mínum í dag. Newcastle er lið sem hefur staðið sig vel á þessu tímabili og eru að elta Meistaradeildarsæti. Mér fannst við samt yfirspila þá í dag en það eins sem við gátum ekki var að koma boltanum í markið. Það sem vann okkur í dag voru tvær frábærar afgreiðslur," sagði Brendan Rodgers, stjóri Swansea, eftir leikinn. Átti sjö skot í leiknumÞað er ekki eins og Gylfi Þór hafi ekki reynt að brjóta ísinn á heimavelli sínum. Gylfi var mjög ógnandi allan leikinn og átti margar ágætar tilraunir sem annaðhvort rétt sleiktu stangirnar eða enduðu á Tim Krul í marki Newcastle. Alls reyndi Gylfi sjö skot í leiknum og þar af fóru þrjár þeirra á markið en þess má geta að allir leikmenn Newcastle-liðsins náði aðeins fimm skotum allan leikinn. Gylfi Þór steig sín fyrstu spor á Liberty Stadium þegar kom inn á sem varamaður á móti Arsenal 15. janúar síðastliðinn og leikurinn í gær var hans sjötti á vellinum. Hann hefur nú spilað í 471 mínútur á þessum velli án þess að ná að skora. Gylfa tókst samt að síður að leggja upp mörk í tveimur fyrstu heimaleikjum sínum. Hann hefur ekki náð að koma að marki í síðustu fjórum leikjum á Liberty. Það sem er kannski verra er að Swansea hefur tapað síðustu tveimur heimaleikjum sínum án þess að ná að skora. Liðið fékk sjö stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum heimaleikjum Gylfa á Liberty Stadium. Gylfi skoraði líka meira á útivelli en heimavelli fyrir Hoffenheim því 5 af 9 mörkum hans í þýsku deildinni komu á útivöllum þar af 3 af 4 síðustu mörkum hans fyrir þýska liðið. Gylfi er núna búinn að leika sextán heimaleiki í röð þýsku og ensku úrvalsdeildinni án þess að skora sem er ekki skemmtileg tölfræði fyrir okkar mann. Loftus Road næst á dagskráÞað hefur verið allt annað í gangi í útleikjum Gylfa sem hefur skorað 6 mörk í 6 fyrstu útileikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni þar af fimm mörk í síðustu þremur. Það er því vonandi von á góðu næsta miðvikudag þegar Gylfi og félagar heimsækja QPR í Íslendingaslag á Loftus Road. Hver veit nema að Gylfi biðji sérstaklega um það fá að spila í appelsínugula búningnum enda hefur hann skorað 4 af 6 mörkum sínum í honum í vetur.
Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira