Þetta er bara spurning um vilja Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar 1. apríl 2012 22:00 Ásdís var 13 ára þegar hún setti sér það markmið að fara á Ólympíuleikana. Það varð að veruleika tíu árum seinna. Hún tekur þátt í Ólympíuleikunum í annað sinn í sumar og stefnir hærra. Mynd/Valli Stífar æfingar fyrir Ólympíuleika komu ekki í veg fyrir að Ásdís Hjálmsdóttir útskrifaðist með hæstu einkunn sem gefin hefur verið úr lyfjafræði og uppskar 10 fyrir meistaraverkefni sitt. Hún mætir til fundar við blaðamann beint úr tíma í Háskóla Íslands, þar sem hún kennir verklega lífeðlisfræði og kúrsinn „Íþróttir og lyf" í lyfjafræðideild. Hann fjallar um áhrif lyfja sem eru á bannlista. Þar sameinast einmitt tvö af áhugamálum Ásdísar, íþróttir og áhrif lyfja á líkamann. „Ég fór ekki í lyfjafræði til þess að ná mér í einhverja háskólagráðu. Ég hef ofboðslega mikinn áhuga á lífeðlisfræði og öllu því sem á sér stað í líkamanum. Ég var alveg búin að ákveða að fara í lyfjafræði áður en ég fór í menntaskóla," segir Ásdís og klykkir út með setningu sem margir vildu geta sagt sjálfir. „Ég hef aldrei upplifað þetta „oh, ég veit ekkert hvað ég á að gera í lífinu" sem svo margir þekkja." Allir geta það sem þeir viljaÁsdís útskrifaðist nú í febrúar með meistaragráðu í lyfjafræði frá Háskóla Íslands, fékk hæstu einkunn sem gefin hefur verið og 10 fyrir lokaritgerðina sína. Samt var hún ekki með námið í fyrsta sæti, heldur lét æfingarnar alltaf hafa forgang. „Metnaður í námi og metnaður í íþróttum fara oft saman. Ég held að það sé keppnisskapið sem stjórnar því. Reyndar hef ég séð nokkuð mörg frávik frá þessari reglu, til dæmis á meðal fótboltastráka, en það er önnur saga," segir Ásdís og glottir. „Þetta er allt spurning um tímastjórnun og vinnu. Maður getur gert allt sem maður vill. Það er bara spurning um að vilja það nógu mikið. Ég hef alltaf haft metnað fyrir því að gera vel í skólanum." Lengi stefnt á ÓlympíuleikaFrá barnsaldri hefur Ásdís vitað vel hvað hún vill og hvert hún stefnir. Hún var ekki nema þrettán ára þegar hún setti sér það markmið að fara á Ólympíuleikana. „Þá var ég að kasta kringlu og var ekki að kasta nema um 30 metra, sem er langt frá Ólympíulágmarkinu, sem er um 60 metrar. Ég efaðist samt ekki í eitt sekúndubrot um að ég ætti eftir að fara á Ólympíuleika. Ég var ekkert undrabarn í íþróttum, þetta var hörkuvinna og ég fór ekki á Ólympíuleika fyrr en 10 árum seinna, í Peking árið 2008." Þótt hún hafi ekki efast um það sjálf að hún kæmist á Ólympíuleikana segir hún aðra stundum hafa reynt að draga úr sér. „Auðvitað hef ég kynnst fólki í gegnum tíðina sem hefur efast um mig. En það skiptir engu máli hvað fólk heldur. Það eina sem skiptir máli er hverju þú trúir sjálfur. Ef maður tekur gagnrýni inn á sig fer maður að efast og ef maður trúir ekki á sig sjálfur getur maður ekkert. „Hvort sem þú heldur að þú getir það eða að þú getir það ekki, þá hefur þú rétt fyrir þér" er frábært orðatiltæki." Glímukóngurinn HjálmurEinn af helstu stuðningsmönnum Ásdísar frá barnsaldri var faðir hennar, Hjálmur Sigurðsson, glímumaður með meiru. „Pabbi minn var glímukóngur árið 1974, en hann var sérstaklega þekktur fyrir það í glímuheiminum hvað hann glímdi fallega. Hann fékk oft fegurðarverðlaun fyrir það," segir Ásdís. Hjálmur hafði óþrjótandi áhuga á íþróttum og studdi þétt við bakið á Ásdísi strax þegar hún byrjaði að æfa íþróttir á barnsaldri. „Hann var aðdáandi minn númer 1,2 og 3. Þegar ég var lítil fór pabbi oft með mér út á kastvöll og fylgdist með mér æfa mig." Hún er með það á hreinu að stuðningurinn hafi skipt sköpum fyrir hana á leið hennar til afreka. „Pabbi á stóran þátt í þessu, því hann gaf mér tækifæri. Hann ýtti mér aldrei áfram en gerði allt sem hann gat til að gera æfingarnar sem auðveldastar fyrir mig. Þannig hjálpaði hann mér að verða góður íþróttamaður." Mesta áfall lífsinsHjálmur fyrirfór sér 2. mars árið 2006, eftir áralanga baráttu við þunglyndi. Fráfall hans varð Ásdísi gríðarlegt áfall, enda voru þau feðgin náin. „Mamma og pabbi skildu árið 2001, þegar ég var að byrja í menntaskóla. Þá flutti ég með pabba," útskýrir hún. Hún var sextán ára á þessum tíma, en eldri systkini hennar þrjú voru öll komin á fullorðinsár og höfðu hafið sitt eigið líf fjarri foreldrahúsum. Árið 2004 fékk Hjálmur starf sem tómstunda- og æskulýðsfulltrúi á Skagaströnd og fluttist þangað, en fram að því bjuggu þau feðgin tvö saman. „Við pabbi vorum mjög náin, en veikindi hans voru ekki alltaf uppi á borðinu. Ég vissi ekki af þeim fyrr en á unglingsárum. Þegar við bjuggum saman reyndi ég að gera það sem ég gat til að hjálpa honum, en hann vildi ekki hjálp," segir Ásdís. Henni þykir mikilvægt að tala um pabba sinn og veikindi hans. „Ég vil tala sem mest um hann. Mér finnst ofboðslega leiðinlegt að vera búin að missa pabba minn, að hann skuli vera farinn. En ég vil alls ekki að hann gleymist. Margir eru tvístígandi í kringum mig í sambandi við að ræða um hann, en ég vil ekki að þetta verði tabú í kringum mig. Ég vil að börnin mín, sem ég vonandi eignast í framtíðinni, viti allt um hann afa sinn. Pabbi var þunglyndur, átti ofboðslega erfitt, en vildi ekki leita sér hjálpar. Mig langar að sýna öðrum að það er þess virði að gera það, því að hlutirnir geta farið svona." Þrjú erfið árÁrið 2006 var því Ásdísi gríðarlega erfiður tími. „Þetta ár fór algjörlega í vaskinn hjá mér. Ég átti mjög erfitt. Ég hafði líka meiðst árið 2005, fékk álagsbrot í ökklann, sem læknar sögðu mér að væri ekki víst að myndi nokkurn tímann gróa. Ég stóð því frammi fyrir því að ferli mínum gæti verið lokið. Ég var að jafna mig á þessu þegar pabbi dó. Árið 2007 þurfti ég svo að fara í stóra aðgerð á olnboga, þannig að þessi ár, 2005, 6 og 7 voru virkilega erfið. En svo náði ég mér á strik árið 2008, náði lágmarkinu á Ólympíuleikana en svo tóku olnbogameiðslin sig upp aftur skömmu fyrir leika. Á þeim tímapunkti hefði ég getað sest niður og gefist upp. Mig langaði dálítið til þess. En það sem ég notaði til að hvetja mig áfram var allt það sem pabbi hafði gert til að auðvelda mér að komast þangað sem ég var komin. Það hefði allt verið til einskis. Hann hefði viljað að ég héldi áfram. Sem er auðvitað alveg rétt, því ég er bara rétt að byrja." Uppreisnarseggur í laumiÁsdís er í dag í nítjánda sæti á lista bestu spjótkastara heims. Mynd/ValliFyrir um ári síðan bættist góður liðsstyrkur við stuðningsmannahóp Ásdísar, þegar nuddarinn, íþróttafræðingurinn og einkaþjálfarinn Víðir Þór kom inn í líf hennar. Þau eiga vel saman, lifa og hrærast bæði tvö í heimi íþróttanna. Hvorugt reykja þau heldur né drekka. Þá reglu brýtur Ásdís bara í september, sem er eini mánuður ársins sem Ásdís smakkar hugsanlega áfengi. „Í þeim mánuði er ég hvorki að æfa né keppa svo ég leyfi mér aðeins að lifa eðlilegu lífi," útskýrir hún. „Annars á þessi áfengislausi lífsstíll svo vel við íþróttirnar. Það er bara þannig." Í henni blundar sennilega samt lítill uppreisnarseggur, því á meðan hún talar glittir í gulan pinna inni í munninum á Ásdísi. Þega líður á samtalið stenst blaðamaður ekki mátið að spyrja. Ertu með gat í tungunni? „Já, ég var í 10. bekk þegar þessi kom. Ég er reyndar líka með þrjú tattú og gat í naflanum," uppljóstrar hún. „Ég hef oft verið spurð af hverju ég tek hann ekki úr mér. Það er eiginlega bara vegna þess að kannski, mögulega, mun mig einhvern tímann aftur langa til að hafa pinna í tungunni. Og það er ekki möguleiki að ég muni nokkurn tímann láta einhvern stinga nál í gegnum tunguna á mér aftur. Það er alveg á kristaltæru!" Vill vinna gegn mæðradauðaÁsdís sér fyrir sér að hún eigi að minnsta kosti tíu góð ár eftir í spjótkastinu og ætlar ekki að láta Ólympíuleikana í sumar verða sína síðustu. Í þessum skrifuðu orðum er hún í 19. sæti á lista yfir bestu spjótkastara heims og hún ætlar sér að klifra áfram. Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki að hún ætli að láta sér nægja að stunda æfingar, heldur ætlar hún að „dúlla sér" í doktorsnámi, sem hún hyggst hefja strax næsta haust. Hana langar að halda áfram með efni meistaraverkefnis sins. „Ég hef verið að gera tilraunir á rottum við þróun á lyfi sem hefur áhrif á samdrátt í legi. Þetta tengist beint blæðingum úr legi eftir fæðingu, sem er algengasta dánarorsök kvenna eftir fæðingu," útskýrir Ásdís af ákafa og augljóst að efnið er henni hjartans mál. „Yfirleitt þegar talað er um að kona deyi af barnsförum er það þetta sem gerist, henni beinlínis blæðir út. Hugmyndin er að þróa lyfjaform sem væri hagkvæmt að nota í þróunarlöndunum, þar sem mæðradauði er enn talsvert algengur. Þetta yrði líklegast nefúði sem ekki þarf að geyma í kæli og hver sem er getur gefið," segir Ásdís og lýsir því að hingað til hafi einungis þjálfað heilbrigðisstarfsfólk getað gefið sambærilegt lyf í sprautuformi og það þurfi að geyma í kæli, sem sé sjaldnast fyrir hendi í þróunarlöndunum. „Það yrði að sjálfsögðu algjör draumur ef þetta gengur allt upp og lyfjaformið kæmist í notkun. Ég gæti þá að minnsta kosti verið sátt við að vita að ég hafi lagt eitthvað af mörkum við að gera heiminn að pínulítið betri stað." Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Stífar æfingar fyrir Ólympíuleika komu ekki í veg fyrir að Ásdís Hjálmsdóttir útskrifaðist með hæstu einkunn sem gefin hefur verið úr lyfjafræði og uppskar 10 fyrir meistaraverkefni sitt. Hún mætir til fundar við blaðamann beint úr tíma í Háskóla Íslands, þar sem hún kennir verklega lífeðlisfræði og kúrsinn „Íþróttir og lyf" í lyfjafræðideild. Hann fjallar um áhrif lyfja sem eru á bannlista. Þar sameinast einmitt tvö af áhugamálum Ásdísar, íþróttir og áhrif lyfja á líkamann. „Ég fór ekki í lyfjafræði til þess að ná mér í einhverja háskólagráðu. Ég hef ofboðslega mikinn áhuga á lífeðlisfræði og öllu því sem á sér stað í líkamanum. Ég var alveg búin að ákveða að fara í lyfjafræði áður en ég fór í menntaskóla," segir Ásdís og klykkir út með setningu sem margir vildu geta sagt sjálfir. „Ég hef aldrei upplifað þetta „oh, ég veit ekkert hvað ég á að gera í lífinu" sem svo margir þekkja." Allir geta það sem þeir viljaÁsdís útskrifaðist nú í febrúar með meistaragráðu í lyfjafræði frá Háskóla Íslands, fékk hæstu einkunn sem gefin hefur verið og 10 fyrir lokaritgerðina sína. Samt var hún ekki með námið í fyrsta sæti, heldur lét æfingarnar alltaf hafa forgang. „Metnaður í námi og metnaður í íþróttum fara oft saman. Ég held að það sé keppnisskapið sem stjórnar því. Reyndar hef ég séð nokkuð mörg frávik frá þessari reglu, til dæmis á meðal fótboltastráka, en það er önnur saga," segir Ásdís og glottir. „Þetta er allt spurning um tímastjórnun og vinnu. Maður getur gert allt sem maður vill. Það er bara spurning um að vilja það nógu mikið. Ég hef alltaf haft metnað fyrir því að gera vel í skólanum." Lengi stefnt á ÓlympíuleikaFrá barnsaldri hefur Ásdís vitað vel hvað hún vill og hvert hún stefnir. Hún var ekki nema þrettán ára þegar hún setti sér það markmið að fara á Ólympíuleikana. „Þá var ég að kasta kringlu og var ekki að kasta nema um 30 metra, sem er langt frá Ólympíulágmarkinu, sem er um 60 metrar. Ég efaðist samt ekki í eitt sekúndubrot um að ég ætti eftir að fara á Ólympíuleika. Ég var ekkert undrabarn í íþróttum, þetta var hörkuvinna og ég fór ekki á Ólympíuleika fyrr en 10 árum seinna, í Peking árið 2008." Þótt hún hafi ekki efast um það sjálf að hún kæmist á Ólympíuleikana segir hún aðra stundum hafa reynt að draga úr sér. „Auðvitað hef ég kynnst fólki í gegnum tíðina sem hefur efast um mig. En það skiptir engu máli hvað fólk heldur. Það eina sem skiptir máli er hverju þú trúir sjálfur. Ef maður tekur gagnrýni inn á sig fer maður að efast og ef maður trúir ekki á sig sjálfur getur maður ekkert. „Hvort sem þú heldur að þú getir það eða að þú getir það ekki, þá hefur þú rétt fyrir þér" er frábært orðatiltæki." Glímukóngurinn HjálmurEinn af helstu stuðningsmönnum Ásdísar frá barnsaldri var faðir hennar, Hjálmur Sigurðsson, glímumaður með meiru. „Pabbi minn var glímukóngur árið 1974, en hann var sérstaklega þekktur fyrir það í glímuheiminum hvað hann glímdi fallega. Hann fékk oft fegurðarverðlaun fyrir það," segir Ásdís. Hjálmur hafði óþrjótandi áhuga á íþróttum og studdi þétt við bakið á Ásdísi strax þegar hún byrjaði að æfa íþróttir á barnsaldri. „Hann var aðdáandi minn númer 1,2 og 3. Þegar ég var lítil fór pabbi oft með mér út á kastvöll og fylgdist með mér æfa mig." Hún er með það á hreinu að stuðningurinn hafi skipt sköpum fyrir hana á leið hennar til afreka. „Pabbi á stóran þátt í þessu, því hann gaf mér tækifæri. Hann ýtti mér aldrei áfram en gerði allt sem hann gat til að gera æfingarnar sem auðveldastar fyrir mig. Þannig hjálpaði hann mér að verða góður íþróttamaður." Mesta áfall lífsinsHjálmur fyrirfór sér 2. mars árið 2006, eftir áralanga baráttu við þunglyndi. Fráfall hans varð Ásdísi gríðarlegt áfall, enda voru þau feðgin náin. „Mamma og pabbi skildu árið 2001, þegar ég var að byrja í menntaskóla. Þá flutti ég með pabba," útskýrir hún. Hún var sextán ára á þessum tíma, en eldri systkini hennar þrjú voru öll komin á fullorðinsár og höfðu hafið sitt eigið líf fjarri foreldrahúsum. Árið 2004 fékk Hjálmur starf sem tómstunda- og æskulýðsfulltrúi á Skagaströnd og fluttist þangað, en fram að því bjuggu þau feðgin tvö saman. „Við pabbi vorum mjög náin, en veikindi hans voru ekki alltaf uppi á borðinu. Ég vissi ekki af þeim fyrr en á unglingsárum. Þegar við bjuggum saman reyndi ég að gera það sem ég gat til að hjálpa honum, en hann vildi ekki hjálp," segir Ásdís. Henni þykir mikilvægt að tala um pabba sinn og veikindi hans. „Ég vil tala sem mest um hann. Mér finnst ofboðslega leiðinlegt að vera búin að missa pabba minn, að hann skuli vera farinn. En ég vil alls ekki að hann gleymist. Margir eru tvístígandi í kringum mig í sambandi við að ræða um hann, en ég vil ekki að þetta verði tabú í kringum mig. Ég vil að börnin mín, sem ég vonandi eignast í framtíðinni, viti allt um hann afa sinn. Pabbi var þunglyndur, átti ofboðslega erfitt, en vildi ekki leita sér hjálpar. Mig langar að sýna öðrum að það er þess virði að gera það, því að hlutirnir geta farið svona." Þrjú erfið árÁrið 2006 var því Ásdísi gríðarlega erfiður tími. „Þetta ár fór algjörlega í vaskinn hjá mér. Ég átti mjög erfitt. Ég hafði líka meiðst árið 2005, fékk álagsbrot í ökklann, sem læknar sögðu mér að væri ekki víst að myndi nokkurn tímann gróa. Ég stóð því frammi fyrir því að ferli mínum gæti verið lokið. Ég var að jafna mig á þessu þegar pabbi dó. Árið 2007 þurfti ég svo að fara í stóra aðgerð á olnboga, þannig að þessi ár, 2005, 6 og 7 voru virkilega erfið. En svo náði ég mér á strik árið 2008, náði lágmarkinu á Ólympíuleikana en svo tóku olnbogameiðslin sig upp aftur skömmu fyrir leika. Á þeim tímapunkti hefði ég getað sest niður og gefist upp. Mig langaði dálítið til þess. En það sem ég notaði til að hvetja mig áfram var allt það sem pabbi hafði gert til að auðvelda mér að komast þangað sem ég var komin. Það hefði allt verið til einskis. Hann hefði viljað að ég héldi áfram. Sem er auðvitað alveg rétt, því ég er bara rétt að byrja." Uppreisnarseggur í laumiÁsdís er í dag í nítjánda sæti á lista bestu spjótkastara heims. Mynd/ValliFyrir um ári síðan bættist góður liðsstyrkur við stuðningsmannahóp Ásdísar, þegar nuddarinn, íþróttafræðingurinn og einkaþjálfarinn Víðir Þór kom inn í líf hennar. Þau eiga vel saman, lifa og hrærast bæði tvö í heimi íþróttanna. Hvorugt reykja þau heldur né drekka. Þá reglu brýtur Ásdís bara í september, sem er eini mánuður ársins sem Ásdís smakkar hugsanlega áfengi. „Í þeim mánuði er ég hvorki að æfa né keppa svo ég leyfi mér aðeins að lifa eðlilegu lífi," útskýrir hún. „Annars á þessi áfengislausi lífsstíll svo vel við íþróttirnar. Það er bara þannig." Í henni blundar sennilega samt lítill uppreisnarseggur, því á meðan hún talar glittir í gulan pinna inni í munninum á Ásdísi. Þega líður á samtalið stenst blaðamaður ekki mátið að spyrja. Ertu með gat í tungunni? „Já, ég var í 10. bekk þegar þessi kom. Ég er reyndar líka með þrjú tattú og gat í naflanum," uppljóstrar hún. „Ég hef oft verið spurð af hverju ég tek hann ekki úr mér. Það er eiginlega bara vegna þess að kannski, mögulega, mun mig einhvern tímann aftur langa til að hafa pinna í tungunni. Og það er ekki möguleiki að ég muni nokkurn tímann láta einhvern stinga nál í gegnum tunguna á mér aftur. Það er alveg á kristaltæru!" Vill vinna gegn mæðradauðaÁsdís sér fyrir sér að hún eigi að minnsta kosti tíu góð ár eftir í spjótkastinu og ætlar ekki að láta Ólympíuleikana í sumar verða sína síðustu. Í þessum skrifuðu orðum er hún í 19. sæti á lista yfir bestu spjótkastara heims og hún ætlar sér að klifra áfram. Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki að hún ætli að láta sér nægja að stunda æfingar, heldur ætlar hún að „dúlla sér" í doktorsnámi, sem hún hyggst hefja strax næsta haust. Hana langar að halda áfram með efni meistaraverkefnis sins. „Ég hef verið að gera tilraunir á rottum við þróun á lyfi sem hefur áhrif á samdrátt í legi. Þetta tengist beint blæðingum úr legi eftir fæðingu, sem er algengasta dánarorsök kvenna eftir fæðingu," útskýrir Ásdís af ákafa og augljóst að efnið er henni hjartans mál. „Yfirleitt þegar talað er um að kona deyi af barnsförum er það þetta sem gerist, henni beinlínis blæðir út. Hugmyndin er að þróa lyfjaform sem væri hagkvæmt að nota í þróunarlöndunum, þar sem mæðradauði er enn talsvert algengur. Þetta yrði líklegast nefúði sem ekki þarf að geyma í kæli og hver sem er getur gefið," segir Ásdís og lýsir því að hingað til hafi einungis þjálfað heilbrigðisstarfsfólk getað gefið sambærilegt lyf í sprautuformi og það þurfi að geyma í kæli, sem sé sjaldnast fyrir hendi í þróunarlöndunum. „Það yrði að sjálfsögðu algjör draumur ef þetta gengur allt upp og lyfjaformið kæmist í notkun. Ég gæti þá að minnsta kosti verið sátt við að vita að ég hafi lagt eitthvað af mörkum við að gera heiminn að pínulítið betri stað."
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira