Lífið

Dóttir Houston byrjuð með uppeldisbróður sínum

Bobbi Kristina Brown, dóttir Whitney Houston, er sögð eiga í sambandi við uppeldisbróður sinn.
Bobbi Kristina Brown, dóttir Whitney Houston, er sögð eiga í sambandi við uppeldisbróður sinn. nordicphotos/getty
Bobbi Kristina Brown, dóttir söngkonunnar Whitney Houston, er sögð eiga í sambandi við uppeldisbróður sinn, Nick Gordon. Gordon er 22 ára gamall og hefur búið með Houston fjölskyldunni frá 12 ára aldri.

Nýverið náðust myndir af Brown og Gordon í innilegum faðmlögum úti á götu og upphófust sterkar gagnrýnisraddir í kjölfar myndbirtingarinnar. Gordon er ósáttur við neikvæðnisraddirnar er hafa ómað og svarar þeim fullum hálsi á Twitter síðu sinni. „Við urðum aðeins nánari og hvað með það!" var á meðal þess sem hann skrifaði.

„Fyrir allt heimska fólkið þarna úti, þá eignaðist Houston aðeins eitt barn. Og hún treysti mér í hvíetna. Hún kallaði mig guðson sinn," skrifaði Gordon einnig.

Það eru þó ekki aðeins ókunnugir sem hafa látið skoðun sína í ljós á sambandinu því móðuramma Brown, Cissy Houston, er mótfallin ráðahagnum. „Henni finnst sem Nick sé að notfæra sér hversu viðkvæm Bobbi Kristina er þessa stundina. Þó Whitney hafi aldrei löglega ættleitt Nick, þá kallaði hún hann son sinn og Bobbi kallaði hann bróður," var haft eftir innanbúðarmanni.

Brown hefur auk þess íhugað að skipta um nafn og hefur lýst því yfir að hún vilji alls ekki heita í höfuðið á föður sínum, söngvaranum Bobby Brown.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×