Þingmenn ósáttir við viðbrögð fjármálafyrirtækja 2. mars 2012 05:00 Helgi Hjörvar Þingmenn gera athugasemdir við að fjármálafyrirtæki sendi út greiðsluseðla líkt og ófallinn sé nýlegur dómur Hæstaréttar um gengislán. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði á miðvikudagskvöld um viðbrögð fjármálafyrirtækja. „Til okkar kom fulltrúi Samtaka fjármálafyrirtækja og nefndarmenn lögðu áherslu á við hann að fyrirtækin gættu fyllstu varúðar í þessu máli. Ég geri svo ráð fyrir að samtökin komi áhyggjum okkar á framfæri við sín aðildarfyrirtæki,“ segir Helgi Hjörvar, formaður nefndarinnar, og bætir við að nefndin hafi einnig fundað með fulltrúum Fjármálaeftirlitsins sem hyggist skoða viðbrögðin. Helgi og Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður gerðu viðbrögð fjármálafyrirtækja við dómnum að umtalsefni á þingi á miðvikudag. Sagði Guðlaugur að komið hefði fram að það væri almenn regla hjá fyrirtækjunum að senda út greiðsluseðla eins og enginn dómur hefði fallið meðan vinnu við endurreikning lánanna væri ólokið. Bentu þingmennirnir báðir á að þessi háttur fyrirtækjanna gæti valdið því að skuldarar ofgreiði af lánum sínum. Þá ættu skuldarar fjárhæð inni hjá fjármálastofnununum en í sumum tilvikum er um þrotabú að ræða. Í þeim tilvikum yrði slík inneign að almennri kröfu í búið sem ekki er víst að fengist endurgreidd. Þar með gætu skuldarar hlotið skaða af. Þá sagði Helgi að sýslumannsembættin í Reykjavík og í Kópavogi hefðu stöðvað aðgerðir sem beindust að ólögmætum gengislánum. Mikilvægt væri að sýslumannsembætti um allt land tækju upp sama verklag.- mþl Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Þingmenn gera athugasemdir við að fjármálafyrirtæki sendi út greiðsluseðla líkt og ófallinn sé nýlegur dómur Hæstaréttar um gengislán. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði á miðvikudagskvöld um viðbrögð fjármálafyrirtækja. „Til okkar kom fulltrúi Samtaka fjármálafyrirtækja og nefndarmenn lögðu áherslu á við hann að fyrirtækin gættu fyllstu varúðar í þessu máli. Ég geri svo ráð fyrir að samtökin komi áhyggjum okkar á framfæri við sín aðildarfyrirtæki,“ segir Helgi Hjörvar, formaður nefndarinnar, og bætir við að nefndin hafi einnig fundað með fulltrúum Fjármálaeftirlitsins sem hyggist skoða viðbrögðin. Helgi og Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður gerðu viðbrögð fjármálafyrirtækja við dómnum að umtalsefni á þingi á miðvikudag. Sagði Guðlaugur að komið hefði fram að það væri almenn regla hjá fyrirtækjunum að senda út greiðsluseðla eins og enginn dómur hefði fallið meðan vinnu við endurreikning lánanna væri ólokið. Bentu þingmennirnir báðir á að þessi háttur fyrirtækjanna gæti valdið því að skuldarar ofgreiði af lánum sínum. Þá ættu skuldarar fjárhæð inni hjá fjármálastofnununum en í sumum tilvikum er um þrotabú að ræða. Í þeim tilvikum yrði slík inneign að almennri kröfu í búið sem ekki er víst að fengist endurgreidd. Þar með gætu skuldarar hlotið skaða af. Þá sagði Helgi að sýslumannsembættin í Reykjavík og í Kópavogi hefðu stöðvað aðgerðir sem beindust að ólögmætum gengislánum. Mikilvægt væri að sýslumannsembætti um allt land tækju upp sama verklag.- mþl
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira