Lífið

Valin úr 5.000 stuttmyndum

Helgi og félagar eru á leiðinni til Utah í Bandaríkjunum þar sem Slamdance-kvikmyndahátíðin fer fram. Leikstjórinn Christopher Nolan er á meðal þeirra sem voru uppgötvaðir þar.
Helgi og félagar eru á leiðinni til Utah í Bandaríkjunum þar sem Slamdance-kvikmyndahátíðin fer fram. Leikstjórinn Christopher Nolan er á meðal þeirra sem voru uppgötvaðir þar.
„Það verða 28 myndir frá Bandaríkjunum eða Kanada og bara ein önnur mynd frá Evrópu. Þannig að við ætlum einhvern veginn að vera fulltrúar Evrópu. Segjum það bara," segir kvikmyndagerðarmaðurinn Helgi Jóhannsson.

Stuttmynd Helga og Halldórs Ragnars Halldórssonar, Þegar kanínur fljúga, verður sýnd á Slamdance-kvikmyndahátíðinni í Utah í Bandaríkjunum, sem hefst í næstu viku. Á meðal þeirra sem fara með hlutverk í myndinni eru Gunnar Hansson, Anna Svava Knútsdóttir og Jakob van Oosterhout. Fleiri en 5.000 stuttmyndir voru sendar inn og er myndin ein af 30 sem var valin. Það er til mikils að vinna fyrir Helga og Halldór, en sigurvegari stuttmyndaflokksins kemst í forval fyrir Óskarsverðlaunin.

Slamdance-hátíðin var sett á fót árið 1995 þegar nokkrir kvikmyndagerðarmenn vildu lýsa frati á Sundance-hátíðina. Í dag er Slamdance hins vegar haldin samhliða Sundance, í sama bæ á sama tíma. Fjölmargir kvikmyndagerðarmenn hafa verið uppgötvaðir á Slamdance.

Plakat myndarinnar.
Þeirra á meðal er Christopher Nolan, en hann vann til verðlauna á Slamdance fyrir fyrstu kvikmynd sína Following.

„Sundance er ein stærsta kvikmyndahátíð heims og þetta er allt haldið í litlum skíðabæ í Utah," segir Helgi. „Við munum búa í húsi með sextán öðrum kvikmyndagerðarmönnum. Þannig að þetta verður örugglega frekar spes." -afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.