Barroso segir þörf á stefnu um vöxt og atvinnu 13. janúar 2012 08:00 Sammála Helle Thorning-Schmidt og Barroso voru sammála um áherzlu á grænan hagvöxt, jafnframt erfiðum ákvörðunum í ríkisfjármálum. Nordicphotos/AFP José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að þótt gríðarlega mikilvægt sé að aðildarríkin nái saman um aukið aðhald í ríkisfjármálum, sé það ekki nóg. „Agi í ríkisfjármálum er nauðsynlegur, en dugar ekki einn og sér. Agi er ómissandi, en hagvöxtur er líka nauðsynlegur,“ sagði Barroso á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í gær. Framkvæmdastjórn ESB hefur setið á fundum með ráðherrum dönsku ríkisstjórnarinnar í vikunni í tilefni af því að Danmörk tók við forsæti ráðherraráðs ESB um áramótin. Barroso sagði að til þess að efla traust bæði borgara ESB-ríkjanna og alþjóðlegra fjárfesta á efnahagslífi Evrópu þyrfti stefnu um vöxt og atvinnusköpun. Hann fagnaði því sérstaklega stefnu Dana, sem hyggjast í formennskutíð sinni leggja mikla áherzlu á að efla innri markað ESB og fækka hindrunum, til dæmis í vegi rafrænna viðskipta, og leggja sömuleiðis mikið upp úr svokölluðum grænum hagvexti, sem verður til með þróun umhverfisvænnar tækni. Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, sagði að þróun á „grænum“ atvinnuháttum væri „ekki aðeins góð fyrir umhverfið, heldur ábatasöm fyrir evrópskt efnahagslíf. Þetta er geirinn þar sem við verðum að sjá hagvöxt og ný störf verða til“. - óþs Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að þótt gríðarlega mikilvægt sé að aðildarríkin nái saman um aukið aðhald í ríkisfjármálum, sé það ekki nóg. „Agi í ríkisfjármálum er nauðsynlegur, en dugar ekki einn og sér. Agi er ómissandi, en hagvöxtur er líka nauðsynlegur,“ sagði Barroso á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í gær. Framkvæmdastjórn ESB hefur setið á fundum með ráðherrum dönsku ríkisstjórnarinnar í vikunni í tilefni af því að Danmörk tók við forsæti ráðherraráðs ESB um áramótin. Barroso sagði að til þess að efla traust bæði borgara ESB-ríkjanna og alþjóðlegra fjárfesta á efnahagslífi Evrópu þyrfti stefnu um vöxt og atvinnusköpun. Hann fagnaði því sérstaklega stefnu Dana, sem hyggjast í formennskutíð sinni leggja mikla áherzlu á að efla innri markað ESB og fækka hindrunum, til dæmis í vegi rafrænna viðskipta, og leggja sömuleiðis mikið upp úr svokölluðum grænum hagvexti, sem verður til með þróun umhverfisvænnar tækni. Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, sagði að þróun á „grænum“ atvinnuháttum væri „ekki aðeins góð fyrir umhverfið, heldur ábatasöm fyrir evrópskt efnahagslíf. Þetta er geirinn þar sem við verðum að sjá hagvöxt og ný störf verða til“. - óþs
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira