Smíði Þorláksbúðar verður lokið í sumar 11. janúar 2012 08:30 Ljós í Glugga Þorláksbúð er nær tilbúin að utan. Framhliðin er klár og á Þorláksmessu, dánardægri Þorláks helga, var kveikt á ljósi í kvistglugga búðarinnar. Myndir/Breki Johnsen Framkvæmdir við Þorláksbúð við Skálholtskirkju halda áfram og stefnt að verklokum í sumar. Árni Johnsen segir almenna sátt um verkið en afkomendur arkitekts eru enn ósáttir. Eina í stöðunni er málsókn, sem ólíklegt er að af verði. Stefnt er að því að ljúka smíði Þorláksbúðar við Skálholtskirkju í sumar. Deilur hafa staðið um verkefnið þar sem börn Harðar Bjarnasonar, arkitekts kirkjunnar, voru ósátt við bygginguna og telja hana skaða heildarmynd kirkjunnar og umhverfis hennar. Árni Johnsen, talsmaður Þorláksbúðarfélagsins, segir í samtali við Fréttablaðið að húsið sé að mestu tilbúið að utan. „Við erum búnir að klæða alla veggi og loft að innan en eigum eftir að setja timbur í gólfið og á gömlu hleðslurnar, sem verða setbekkir. Við erum að vonast til þess að að við náum að ljúka ákveðnum kostnaðarþáttum til að við getum skilað því af okkur í sumar.“ Árni vill ekki kannast við að mikill styr hafi staðið um framkvæmdina. „Það voru nokkrir sem voru á móti því en heimamenn og þúsundir manna sem hafa komið þar hafa lýst yfir ánægju með þetta. Nú er þetta búið. Þetta er sögulegt hús með skemmtilega sögu. Þetta er lítið, fallegt hús, ekki nema fjögurra metra hátt, og mikið lagt í gerð þess.“ Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, segir í samtali við Fréttablaðið að ekki væri enn farið að áforma notkun á Þorláksbúð, enda hafi kirkjan ekki fengið húsið afhent. Í raun liggi ekki fyrir með hvaða hætti hún verði notuð eða hvort kyrrð sé komin á málið. Hörður H. Bjarnason og Áslaug Guðrún systir hans, afkomendur Harðar arkitekts, hafa lýst yfir andstöðu sinni við byggingu búðarinnar, enda telja þau að með henni skaðist ásýnd Skálholtskirkju. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála vísaði hins vegar frá kæru systkinanna þar sem búðin er ekki viðbygging við kirkjuna. „Það var ekki tekið tillit til þess að kirkjan og nánasta umhverfi sé ein heild,“ sagði Hörður H. Bjarnason í samtali við Fréttablaðið. Herði skilst að ekki sé hægt að fara lengra með málið. „Ekki nema farið verði í dómsmál, sem er bæði kostnaðarsamt og erfitt að spá um niðurstöðu þess. Þannig að ég held að okkar kostir séu uppurnir ef svo má segja.“ Þau eru hins vegar allt annað en sátt við lok mála og segja fagaðila í stéttinni, þar á meðal Arkitektafélag Íslands og Bandalag íslenskra listmanna, hafa ályktað sterklega gegn byggingu búðarinnar á þessum stað, án þess að tillit hafi verið tekið til þess.thorgils@frettabladid.is Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Framkvæmdir við Þorláksbúð við Skálholtskirkju halda áfram og stefnt að verklokum í sumar. Árni Johnsen segir almenna sátt um verkið en afkomendur arkitekts eru enn ósáttir. Eina í stöðunni er málsókn, sem ólíklegt er að af verði. Stefnt er að því að ljúka smíði Þorláksbúðar við Skálholtskirkju í sumar. Deilur hafa staðið um verkefnið þar sem börn Harðar Bjarnasonar, arkitekts kirkjunnar, voru ósátt við bygginguna og telja hana skaða heildarmynd kirkjunnar og umhverfis hennar. Árni Johnsen, talsmaður Þorláksbúðarfélagsins, segir í samtali við Fréttablaðið að húsið sé að mestu tilbúið að utan. „Við erum búnir að klæða alla veggi og loft að innan en eigum eftir að setja timbur í gólfið og á gömlu hleðslurnar, sem verða setbekkir. Við erum að vonast til þess að að við náum að ljúka ákveðnum kostnaðarþáttum til að við getum skilað því af okkur í sumar.“ Árni vill ekki kannast við að mikill styr hafi staðið um framkvæmdina. „Það voru nokkrir sem voru á móti því en heimamenn og þúsundir manna sem hafa komið þar hafa lýst yfir ánægju með þetta. Nú er þetta búið. Þetta er sögulegt hús með skemmtilega sögu. Þetta er lítið, fallegt hús, ekki nema fjögurra metra hátt, og mikið lagt í gerð þess.“ Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, segir í samtali við Fréttablaðið að ekki væri enn farið að áforma notkun á Þorláksbúð, enda hafi kirkjan ekki fengið húsið afhent. Í raun liggi ekki fyrir með hvaða hætti hún verði notuð eða hvort kyrrð sé komin á málið. Hörður H. Bjarnason og Áslaug Guðrún systir hans, afkomendur Harðar arkitekts, hafa lýst yfir andstöðu sinni við byggingu búðarinnar, enda telja þau að með henni skaðist ásýnd Skálholtskirkju. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála vísaði hins vegar frá kæru systkinanna þar sem búðin er ekki viðbygging við kirkjuna. „Það var ekki tekið tillit til þess að kirkjan og nánasta umhverfi sé ein heild,“ sagði Hörður H. Bjarnason í samtali við Fréttablaðið. Herði skilst að ekki sé hægt að fara lengra með málið. „Ekki nema farið verði í dómsmál, sem er bæði kostnaðarsamt og erfitt að spá um niðurstöðu þess. Þannig að ég held að okkar kostir séu uppurnir ef svo má segja.“ Þau eru hins vegar allt annað en sátt við lok mála og segja fagaðila í stéttinni, þar á meðal Arkitektafélag Íslands og Bandalag íslenskra listmanna, hafa ályktað sterklega gegn byggingu búðarinnar á þessum stað, án þess að tillit hafi verið tekið til þess.thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira