Enski boltinn

Moyes: Það á að setja svindlara í leikbann

David Moyes, stjóra Everton, er mjög illa við svindlara og þess vegna bannað hann leikmönnum sínum að dýfa sér fyrir sex árum síðan. Leikaraskapurinn á Hm 2006 ofbauð Moyes og hann tók því til sinna mála í herbúðum Everton.

"Ég sagði þeim að það væri stranglega bannað að dýfa sér enda er ég ekki hrifinn af því. Leikmenn fá að heyra það ef þeir eru augljóslega að reyna að svindla," sagði Moyes en hann vill refsa svindlurunum.

"Við ættum að hjálpa dómurunum með því að taka fastar á þeim sem svindla á þennan hátt. Leikmenn eru orðnir svo góðir í þessu að það verður sífellt erfiðara fyrir dómara að sjá hvað er brot og hvað er dýfa. Ef við notum myndbandsupptökur til að skera úr um þessi dæmi og setjum síðan svindlarana í bann þá mun þessum dýfum fækka. Þar af leiðandi verður starf dómarans auðveldara."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×