Brýn þörf á mansals- og vændisdeild hjá lögreglu 12. maí 2012 07:30 Nauðsynlegt er að koma á fót deild innan rannsóknarlögreglunnar sem sér alfarið um vændi og mansal. Innanríkisráðherra mun beita sér í málinu. Segir ráðuneytið meðvitað um þrýsting grasrótarsamtaka. „Það er alveg ljóst að lögreglan hefur þörf fyrir rannsóknarteymi sem einbeitir sér eingöngu að vændi og mansali,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri í Reykjavík. Vændi- og mansalsmál flokkast ýmist sem kynferðisbrot eða skipulögð glæpastarfsemi innan lögreglunnar, en á hinum Norðurlöndunum eru sérstakar deildir helgaðar málaflokknum. Að mati Stefáns og fleiri yfirmanna innan lögreglunnar hefur stofnunin hvorki fjármagn né mannskap til að rannsaka vændismál af fullum krafti, sem gerir að verkum að þau lenda oftar en ekki aftar í forgangsröðuninni. Í aðgerðaáætlun ríkisins gegn mansali fyrir árin 2008 og 2009 segir að koma verði á fót sérfræðiteymi í kringum mansalsmál og formlegri yfirumsjón með málaflokknum. Ellefu ár eru síðan ríkið lét síðast gera úttekt á umfangi vændis á Íslandi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ætlar að taka málið til skoðunar og reyna að beina frekari fjármunum til málaflokksins. „Það er í samræmi við þær hugmyndir sem við settum fram þegar eyrnamerktir fjármunir fóru til rannsókna á skipulagðri glæpastarfsemi,“ segir Ögmundur. „Það þarf að stokka upp í þessu, það er alveg ljóst.“ Ráðherra segir nauðsynlegt að við getum borið okkur saman við aðrar þjóðir að því er varðar baráttu gegn vændi og mansali. „Í samfélaginu er greinileg vitundarvakning gagnvart þessu böli og það á einnig við um lögregluna sem þekkir málin vel,“ segir hann. „Síðan eru grasrótarsamtök farin að þrýsta hressilega á og við erum mjög meðvituð um það innan ráðuneytisins.“ Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnisstýra í Kristínarhúsi, sem er athvarf fyrir konur á leið úr vændi eða mansali, er sammála því að koma verði á sérteymi til að sjá um málaflokkinn. Hún segir það sína tilfinningu að vændi og mansal sé að aukast á Íslandi og brýnt að bregðast við þeirri þróun. „Málaflokkurinn er hjá kynferðisbrotadeild og keppir við mál eins og nauðganir og kynferðisbrot gegn börnum,“ segir Steinunn. „Þá er auðvitað alveg augljóst að þau lenda aftar í forgangsröðinni. Það þarf að vera sérteymi sem sér um þessi mál.“- sv Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Nauðsynlegt er að koma á fót deild innan rannsóknarlögreglunnar sem sér alfarið um vændi og mansal. Innanríkisráðherra mun beita sér í málinu. Segir ráðuneytið meðvitað um þrýsting grasrótarsamtaka. „Það er alveg ljóst að lögreglan hefur þörf fyrir rannsóknarteymi sem einbeitir sér eingöngu að vændi og mansali,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri í Reykjavík. Vændi- og mansalsmál flokkast ýmist sem kynferðisbrot eða skipulögð glæpastarfsemi innan lögreglunnar, en á hinum Norðurlöndunum eru sérstakar deildir helgaðar málaflokknum. Að mati Stefáns og fleiri yfirmanna innan lögreglunnar hefur stofnunin hvorki fjármagn né mannskap til að rannsaka vændismál af fullum krafti, sem gerir að verkum að þau lenda oftar en ekki aftar í forgangsröðuninni. Í aðgerðaáætlun ríkisins gegn mansali fyrir árin 2008 og 2009 segir að koma verði á fót sérfræðiteymi í kringum mansalsmál og formlegri yfirumsjón með málaflokknum. Ellefu ár eru síðan ríkið lét síðast gera úttekt á umfangi vændis á Íslandi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ætlar að taka málið til skoðunar og reyna að beina frekari fjármunum til málaflokksins. „Það er í samræmi við þær hugmyndir sem við settum fram þegar eyrnamerktir fjármunir fóru til rannsókna á skipulagðri glæpastarfsemi,“ segir Ögmundur. „Það þarf að stokka upp í þessu, það er alveg ljóst.“ Ráðherra segir nauðsynlegt að við getum borið okkur saman við aðrar þjóðir að því er varðar baráttu gegn vændi og mansali. „Í samfélaginu er greinileg vitundarvakning gagnvart þessu böli og það á einnig við um lögregluna sem þekkir málin vel,“ segir hann. „Síðan eru grasrótarsamtök farin að þrýsta hressilega á og við erum mjög meðvituð um það innan ráðuneytisins.“ Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnisstýra í Kristínarhúsi, sem er athvarf fyrir konur á leið úr vændi eða mansali, er sammála því að koma verði á sérteymi til að sjá um málaflokkinn. Hún segir það sína tilfinningu að vændi og mansal sé að aukast á Íslandi og brýnt að bregðast við þeirri þróun. „Málaflokkurinn er hjá kynferðisbrotadeild og keppir við mál eins og nauðganir og kynferðisbrot gegn börnum,“ segir Steinunn. „Þá er auðvitað alveg augljóst að þau lenda aftar í forgangsröðinni. Það þarf að vera sérteymi sem sér um þessi mál.“- sv
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira