Innlent

Grunaður um líkamsárás í Hafnarfirði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Einn var handtekinn grunaður um líkamsárás við Dalshraun í Hafnarfirði á níunda tímanum í gær. Hinn handtekni var vistaður í fangageymslu lögreglu í nótt en engar fréttir hafa borist af þeim sem hann réðst á. Þetta var annars nokkuð erilsöm vakt hjá lögreglunni.

Lögreglan stoppaði meðal annars ökumann bíls á Snorrabraut þar sem bílnum var ekið á móti umferð. Ökumaðurinn, sem er aðeins 17 ára og hafði fengið ökuréttindin fyrr á þessu ári, er grunaður um ölvun við akstur. Ökumanninum var ekið til foreldra þegar blóðsýni höfðu verið tekin úr honum og hann gefið lögreglu upplýsingar um háttalag sitt.

Rétt fyrir klukkan þrjú var tilkynnt um slys þar sem maður dettur aftur fyrir sig af barstól á veitingahúsi í Breiðholti. Maðurinn var með blæðandi sár á hnakka. Hann var fluttur á Slysadeild í sjúkrabifreið til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×