Upplifði öld öfganna 2. október 2012 10:03 "Er eitthvað sem Hobsbawm veit ekki?" var spurning sem félagar hans á námsárunum í Cambridge spurðu sig oft. Breski sagnfræðingurinn Eric Hobsbawm lést í gær 95 ára að aldri. Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði segir að yfirlitsbækur Hobsbawm um 19. og 20. öldina og bækur um þjóðernisrannsóknir standi upp úr á löngum ferli fræðimannsins. Breskir fjölmiðlar fjölluðu allir ítarlega um ævi og verk Erics Hobsbawm í gær enda einn þekktasti sagnfræðingur þarlendra. Hobsbawm var marxisti og kommúnisti alla sína tíð, en hann hélt þó uppi harðri gagnrýni á það sem honum þótti miður fara í framkvæmd stefnunnar. Í minningargrein breska dagblaðsins The Guardian er bent á að það hafi til að mynda verið fjöður í hans hatt að verk hans fengust aldrei útgefin í Sovétríkjunum. Í sömu grein kemur fram að langt er síðan Hobsbawm öðlaðist viðurkenningu hægrisinnaðra kollega fyrir gríðarlegt framlag sitt til sagnfræði. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir að lífshlaup Hobsbawms og uppruni hafi veitt honum víðara sjónarhorn en flestra engilsaxneskra sagnfræðinga. "Hann ólst fyrstu árin upp á meginlandi Evrópu og öðlaðist þannig tungumálaþekkingu og sjónarhorn sem honum tókst að nýta sér og miðla inn í fræðirit sín." Hobsbawm var barnabarn pólsks gyðings sem flutti til Bretlands. Öll börn hans, þar á meðal faðir Hobsbawms, voru breskir ríkisborgarar. Móðir hans kom úr millistéttarfjölskyldu í Vínarborg og þar ólst hann upp sín fyrstu ár en hann fæddist í Egyptalandi. Þegar hann var 16 ára flutti hann til Berlínar til frænda síns en þá voru báðir foreldrar hans látnir. Þar vaknaði áhugi hans á stjórnmálum og þar varð hann kommúnisti. Hobsbawm lýsti því síðar hvernig það greyptist í minni hans þegar hann á leið heim úr skóla í ársbyrjun 1933 las fyrirsagnir blaða um að Hitler væri kominn til valda. Sama ár fluttist hann til Bretlands og náði þá fyrst að sögn Guardian góðum tökum á ensku. Guðmundur segir að tvennt muni halda nafni Hobsbawms á lofti. Annars vegar framlag hans til þjóðernisrannsókna, bækurnar Invention of Tradition, sem kom út árið 1983 í ritstjórn Hobsbawms, og Nations and Nationalism Since 1780, og hins vegar yfirlitsbækurnar um Evrópusögu frá frönsku byltingunni og til falls múrsins. "Bækur hans voru gríðarlega vel skrifaðar og það má segja að Öld öfganna, sem er líklega hans þekktasta rit, sé einstök að því leyti að hann var sjálfur fórnarlamb og afurð þessarar aldar sem gerir sjónarhorn hans svo einstakt." Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Breski sagnfræðingurinn Eric Hobsbawm lést í gær 95 ára að aldri. Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði segir að yfirlitsbækur Hobsbawm um 19. og 20. öldina og bækur um þjóðernisrannsóknir standi upp úr á löngum ferli fræðimannsins. Breskir fjölmiðlar fjölluðu allir ítarlega um ævi og verk Erics Hobsbawm í gær enda einn þekktasti sagnfræðingur þarlendra. Hobsbawm var marxisti og kommúnisti alla sína tíð, en hann hélt þó uppi harðri gagnrýni á það sem honum þótti miður fara í framkvæmd stefnunnar. Í minningargrein breska dagblaðsins The Guardian er bent á að það hafi til að mynda verið fjöður í hans hatt að verk hans fengust aldrei útgefin í Sovétríkjunum. Í sömu grein kemur fram að langt er síðan Hobsbawm öðlaðist viðurkenningu hægrisinnaðra kollega fyrir gríðarlegt framlag sitt til sagnfræði. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir að lífshlaup Hobsbawms og uppruni hafi veitt honum víðara sjónarhorn en flestra engilsaxneskra sagnfræðinga. "Hann ólst fyrstu árin upp á meginlandi Evrópu og öðlaðist þannig tungumálaþekkingu og sjónarhorn sem honum tókst að nýta sér og miðla inn í fræðirit sín." Hobsbawm var barnabarn pólsks gyðings sem flutti til Bretlands. Öll börn hans, þar á meðal faðir Hobsbawms, voru breskir ríkisborgarar. Móðir hans kom úr millistéttarfjölskyldu í Vínarborg og þar ólst hann upp sín fyrstu ár en hann fæddist í Egyptalandi. Þegar hann var 16 ára flutti hann til Berlínar til frænda síns en þá voru báðir foreldrar hans látnir. Þar vaknaði áhugi hans á stjórnmálum og þar varð hann kommúnisti. Hobsbawm lýsti því síðar hvernig það greyptist í minni hans þegar hann á leið heim úr skóla í ársbyrjun 1933 las fyrirsagnir blaða um að Hitler væri kominn til valda. Sama ár fluttist hann til Bretlands og náði þá fyrst að sögn Guardian góðum tökum á ensku. Guðmundur segir að tvennt muni halda nafni Hobsbawms á lofti. Annars vegar framlag hans til þjóðernisrannsókna, bækurnar Invention of Tradition, sem kom út árið 1983 í ritstjórn Hobsbawms, og Nations and Nationalism Since 1780, og hins vegar yfirlitsbækurnar um Evrópusögu frá frönsku byltingunni og til falls múrsins. "Bækur hans voru gríðarlega vel skrifaðar og það má segja að Öld öfganna, sem er líklega hans þekktasta rit, sé einstök að því leyti að hann var sjálfur fórnarlamb og afurð þessarar aldar sem gerir sjónarhorn hans svo einstakt."
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp