Fótbolti

Del Bosque búinn að framlengja við Spánverja

Starf Vicente del Bosque, landsliðsþjálfara Spánar, verður ekki undir á EM í sumar því hann er búinn að skrifa undir nýjan samning við spænska knattspyrnusambandið.

Samningur Del Bosque átti að renna út í sumar eftir EM en Del Bosque er búinn að staðfesta að hann sé búinn að skrifa undir nýjan samning.

Hann vildi þó ekki segja hversu langur nýi samningurinn væri en hann er í það minnsta fram yfir HM 2014.

Hinn 61 árs gamli Del Bosque tók við spænska landsliðinu árið 2010 og vann HM með liðið árið 2010.

Spánverjar eru í riðli með Ítalíu, Írlandi og Króatíu á EM í sumar. Fyrsti leikurinn er gegn Ítölum þann 10. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×