Innlent

Heimila nýjar lóðir í Flatey

Vinsæl sumarleyfisparadís fær ný hús.
Vinsæl sumarleyfisparadís fær ný hús.
Skipulagsnefnd Reykhólahrepps hefur samþykkt fjórar nýjar lóðir fyrir sumarhús í Flatey.

Ýmsar athugasemdir bárust vegna nýju lóðanna. Skipulagsnefndin sagði þær vera minniháttar. Meðal annars benti nefndin á að samkvæmt eldra skipulagi hafi verið gert ráð fyrir allt að fimmtán húsum. Þá verði gerðar ráðstafanir varðandi takmarkað aðgengi að vatni og rafmagni. Einnig sé dregið nokkuð úr byggingarmagni á stærstu lóðinni.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×