Íslendingar gerðu tæknibrellur fyrir Contraband Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 12. janúar 2012 19:00 Íslenskt tæknibrellu og eftirvinnslu fyrirtæki hannaði allar brellur í nýjustu mynd Baltasar Kormáks, Contraband. Tuttugu og fimm manns unnu í hátt í fjóra mánuði við að gera myndina eins raunverulega og hægt er. Myndin Contraband í leikstjórn Baltasar Kormáks er endurgerð á íslensku myndinni Reykjavík Rotterdam sem Baltasar framleiddi og lék í. Myndin er framleidd af Universal Studios í Bandaríkjunum og verður frumsýnd um helgina í mörg þúsund bíósölum um allan heim. Á Íslandi starfar hins vegar lítið tæknibrellu fyrirtæki sem er dótturfyrirtæki eins stærsta tæknibrellu risa heims, Framestore. Fyrirtækið hannaði allar tæknibrellur og sjónhverfingar sem sjást í Contraband, svo sem sprengingar, árekstra og stóra gámaskipið sem myndin snýst að stóru leyti um. „Það er svona okkar takmark að gera það sem er ekki hægt að ná á filmu sem raunverulegast og í stíl við restina af kvikmyndinni," segir Daði Einarsson, stjórnandi hjá Framestore. Íslenski hluti fyrirtækisins hefur unnið að myndum svo sem Clash of the Titans, Salt, Sherlock Holmes og Harry Potter en þetta er í fyrsta skipti sem þeir fá að vinna mynd frá grunni. Daði segir brellurnar taka mislangan tíma en það tók 25 manns fjóra mánuði að vinna 220 skot fyrir Contraband. „Auðvelt skot er kannski 3 til 4 dagar en erfitt skot eru 6 til 8 vikur," segir Daði. Hvað er erfitt skot? „Til dæmis að búa til heilt skip frá grunni í þrívídd, það er tiltölulega erfitt skot myndi ég segja." Aðalleikarar Contraband eru Hollywood leikararnir Mark Wahlberg og Kate Beckinsale en Mark segir í viðtali að hann hafi ekki talið líklegt að hún myndi taka hlutverkinu. „Hún brást vel við efninu og átti síðan góðan fund með Baltasar. Hún tók þátt í alls kyns spennuatriðum og fann sig mjög vel í heimi þeirra. Hún vildi því minna fólk á það hversu hæfileikarík hún er," segir Mark Wahlberg. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Íslenskt tæknibrellu og eftirvinnslu fyrirtæki hannaði allar brellur í nýjustu mynd Baltasar Kormáks, Contraband. Tuttugu og fimm manns unnu í hátt í fjóra mánuði við að gera myndina eins raunverulega og hægt er. Myndin Contraband í leikstjórn Baltasar Kormáks er endurgerð á íslensku myndinni Reykjavík Rotterdam sem Baltasar framleiddi og lék í. Myndin er framleidd af Universal Studios í Bandaríkjunum og verður frumsýnd um helgina í mörg þúsund bíósölum um allan heim. Á Íslandi starfar hins vegar lítið tæknibrellu fyrirtæki sem er dótturfyrirtæki eins stærsta tæknibrellu risa heims, Framestore. Fyrirtækið hannaði allar tæknibrellur og sjónhverfingar sem sjást í Contraband, svo sem sprengingar, árekstra og stóra gámaskipið sem myndin snýst að stóru leyti um. „Það er svona okkar takmark að gera það sem er ekki hægt að ná á filmu sem raunverulegast og í stíl við restina af kvikmyndinni," segir Daði Einarsson, stjórnandi hjá Framestore. Íslenski hluti fyrirtækisins hefur unnið að myndum svo sem Clash of the Titans, Salt, Sherlock Holmes og Harry Potter en þetta er í fyrsta skipti sem þeir fá að vinna mynd frá grunni. Daði segir brellurnar taka mislangan tíma en það tók 25 manns fjóra mánuði að vinna 220 skot fyrir Contraband. „Auðvelt skot er kannski 3 til 4 dagar en erfitt skot eru 6 til 8 vikur," segir Daði. Hvað er erfitt skot? „Til dæmis að búa til heilt skip frá grunni í þrívídd, það er tiltölulega erfitt skot myndi ég segja." Aðalleikarar Contraband eru Hollywood leikararnir Mark Wahlberg og Kate Beckinsale en Mark segir í viðtali að hann hafi ekki talið líklegt að hún myndi taka hlutverkinu. „Hún brást vel við efninu og átti síðan góðan fund með Baltasar. Hún tók þátt í alls kyns spennuatriðum og fann sig mjög vel í heimi þeirra. Hún vildi því minna fólk á það hversu hæfileikarík hún er," segir Mark Wahlberg.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira