Innlent

Ofurölvi íslenskur sjómaður sendur heim frá Kanada

Íslenskur sjómaður sem var handtekinn ofur ölvi á bar í St. Johns á Nýfundnalandi í Kanada í fyrrakvöld, verður sendur heim til Íslands með fyrsta flugi, að sögn fréttavefsins Vocm.com.

Maðurinn, sem er 34 ára, sýndi ógnandi framkomu og fundust tveir hnífar á honum, sem hann sagði tengjast vinnunni um borð. Þegar honum var sleppt í gær, hafði hann misst af skipi sínu, þannig að hann var aftur vistaður í fangelsi og verður svo sendur heim við fyrsta tækifæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×