Innlent

Tillaga Íslendinga felld á ársþingi ÖSE

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason
Tillaga sem þeir Róbert Marshall og Björn Valur Gíslason, alþingismenn, fluttu um þátttökurétt Palestínumanna í Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu var felld með með sex atkvæða meirihluta í Mónakó nú um helgina.

Í fréttatilkynningu segir að mikil andstaða hafi verið meðal þingmanna Bandaríkjanna og Ítalíu. Tillagan nauð stuðnings frá fulltrúum norðurlandaþjóðanna auk Frakklands og Bretlands.

Tillagan fól í sér að heimastjórn Palestínu hefði verið veittur réttur til að sitja fundi ÖSE án þess þó að hafa tillögu- eða atkvæðisrétt. Sex aðrar miðjarðarhafsþjóðir hafa þennan rétt, þar á meðal Ísrael en fulltrúar þetta beittu sér einnig gegn samþykkt tillögunnar.

Alls samþykktu 22 þingmenn tillöguna en 28 voru á móti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×