Tónlistargreinum gefið lengra líf FB skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Arnar Eggert Thoroddsen stundar nám í tónlistarfræðum í Edinborg. „Ég hef verið að pæla í þessu greinasafni áður og þetta nám gaf mér ástæðu til að drífa þetta af,“ segir tónlistarspekingurinn Arnar Eggert Thoroddsen. Bók hans Tónlist…er tónlist: Greinar 1999 – 2012, kemur út á laugardaginn á Degi íslenskrar tónlistar. Þar er að finna hinar ýmsu greinar um tónlist sem hann hefur skrifað sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu. Arnar Eggert stundar meistaranám í tónlistarfræðum í Edinborg og ákvað að nýta tækifærið og taka saman skrifferil sinn á Mogganum. „Líftími greina í dagblöðum er oft stuttur. Mig langaði að taka það sem mér fannst skemmtilegt og gefa því lengra líf,“ segir hann. „Ég tók þetta saman eftir tilfinningu. Þetta eru skemmtilegar greinar sem ég man eftir og líka það sem telst tónlistarlega merkilegt, eins og greinar um Sigur Rós eða Björk. Þegar maður les þetta í gegn sér maður svolítið tónlistarsögu þessara áratuga.“ Bókin verður prentuð í tvö þúsund eintökum og er þetta þriðja bók Arnars Eggerts. Áður hefur hann gefið út Umboðsmaður Íslands: Öll trixin í bókinni, ásamt Einari Bárðarsyni, og 100 bestu plötur Íslandssögunnar, ásamt Jónatani Garðarssyni. Útgáfuhóf verður haldið í Máli og menningu á laugardaginn. Höfundurinn kemst ekki á staðinn en ætlar að spjalla við gesti og gangandi í gegnum Skype. Aðspurður segir Arnar Eggert að námið í Skotlandi gangi prýðilega. „Maður er að nördast í músík allan daginn. Ég gæti ekki verið á betri stað.“ Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Bókmenntir Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég hef verið að pæla í þessu greinasafni áður og þetta nám gaf mér ástæðu til að drífa þetta af,“ segir tónlistarspekingurinn Arnar Eggert Thoroddsen. Bók hans Tónlist…er tónlist: Greinar 1999 – 2012, kemur út á laugardaginn á Degi íslenskrar tónlistar. Þar er að finna hinar ýmsu greinar um tónlist sem hann hefur skrifað sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu. Arnar Eggert stundar meistaranám í tónlistarfræðum í Edinborg og ákvað að nýta tækifærið og taka saman skrifferil sinn á Mogganum. „Líftími greina í dagblöðum er oft stuttur. Mig langaði að taka það sem mér fannst skemmtilegt og gefa því lengra líf,“ segir hann. „Ég tók þetta saman eftir tilfinningu. Þetta eru skemmtilegar greinar sem ég man eftir og líka það sem telst tónlistarlega merkilegt, eins og greinar um Sigur Rós eða Björk. Þegar maður les þetta í gegn sér maður svolítið tónlistarsögu þessara áratuga.“ Bókin verður prentuð í tvö þúsund eintökum og er þetta þriðja bók Arnars Eggerts. Áður hefur hann gefið út Umboðsmaður Íslands: Öll trixin í bókinni, ásamt Einari Bárðarsyni, og 100 bestu plötur Íslandssögunnar, ásamt Jónatani Garðarssyni. Útgáfuhóf verður haldið í Máli og menningu á laugardaginn. Höfundurinn kemst ekki á staðinn en ætlar að spjalla við gesti og gangandi í gegnum Skype. Aðspurður segir Arnar Eggert að námið í Skotlandi gangi prýðilega. „Maður er að nördast í músík allan daginn. Ég gæti ekki verið á betri stað.“
Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Bókmenntir Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira