Telur að 200 milljarða skuldabaggi geti hvílt á Íbúðalánasjóði Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. nóvember 2012 10:56 Bjarni Benediktsson spurði forsætisráðherra út í mál Íbúðalánasjóðs í dag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að skuldbindingar Íbúðalánasjóðs umfram eignir geti numið allt að 200 milljörðum króna ef allt fer í óefni. Hann spurði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra út í málið við upphaf þingfundar í dag. „Til hvaða aðgerða er raunhæft að grípa til, til þess að lágmarka áhættu almennings af lágri eiginfjárstöðu?" spurði Bjarni. Hann spurði líka hvort skynsamlegt væri að reka Íbúðalánasjóð með nánast ekkert eigið fé en með ríkisábyrgð. Bjarni benti á að fasteignalánin væru ekki áhættulaus starfsemi. Vandinn mjög mikill „Það liggur fyrir að vandi Íbúðalánasjóðs er mjög mikill og á honum verður að taka og það hefur ríkisstjórnin verið að gera," svaraði Jóhanna. Hún benti á að á árinu 2010 hefðu verið lagðir inn 33 milljarðar í Íbúðalánasjóð og nú hefði verið ákveðið að leggja inn 13 milljarða. „Það er ljóst að þessi vandi er kerfislægur og hann varð til árið 2004 eins og fram hefur komið," sagði Jóhanna. Þá hafi verið gripið til aðgerða sem hafi skapað þá uppgreiðsluhættu sem nú steðjaði að Íbúðalánasjóði, en lán útlán sjóðsins eru uppgreiðanleg en ekki skuldir hans. Þennan vanda þyrfti að skoða en líka vandann sem fylgir því að íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs eru nú vel á annað þúsund og þeim mun líklega fjölga.Óþarfi að fara í sakbendingar „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að greina vandann, hver rót hans er en ekki fara í miklar sakbendingar. Það væri þá nærtækt af mér að benda á að hæstvirtur forsætisráðherra gerði ekkert í málinu þegar hún var félagsmálaráðherra frá árinu 2007," sagði Bjarni þá. Aðalmálið væri að lágmarka áhættu almennings vegna þessarar stöðu. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að skuldbindingar Íbúðalánasjóðs umfram eignir geti numið allt að 200 milljörðum króna ef allt fer í óefni. Hann spurði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra út í málið við upphaf þingfundar í dag. „Til hvaða aðgerða er raunhæft að grípa til, til þess að lágmarka áhættu almennings af lágri eiginfjárstöðu?" spurði Bjarni. Hann spurði líka hvort skynsamlegt væri að reka Íbúðalánasjóð með nánast ekkert eigið fé en með ríkisábyrgð. Bjarni benti á að fasteignalánin væru ekki áhættulaus starfsemi. Vandinn mjög mikill „Það liggur fyrir að vandi Íbúðalánasjóðs er mjög mikill og á honum verður að taka og það hefur ríkisstjórnin verið að gera," svaraði Jóhanna. Hún benti á að á árinu 2010 hefðu verið lagðir inn 33 milljarðar í Íbúðalánasjóð og nú hefði verið ákveðið að leggja inn 13 milljarða. „Það er ljóst að þessi vandi er kerfislægur og hann varð til árið 2004 eins og fram hefur komið," sagði Jóhanna. Þá hafi verið gripið til aðgerða sem hafi skapað þá uppgreiðsluhættu sem nú steðjaði að Íbúðalánasjóði, en lán útlán sjóðsins eru uppgreiðanleg en ekki skuldir hans. Þennan vanda þyrfti að skoða en líka vandann sem fylgir því að íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs eru nú vel á annað þúsund og þeim mun líklega fjölga.Óþarfi að fara í sakbendingar „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að greina vandann, hver rót hans er en ekki fara í miklar sakbendingar. Það væri þá nærtækt af mér að benda á að hæstvirtur forsætisráðherra gerði ekkert í málinu þegar hún var félagsmálaráðherra frá árinu 2007," sagði Bjarni þá. Aðalmálið væri að lágmarka áhættu almennings vegna þessarar stöðu.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira