Woods ekki lengur tekjuhæsti íþróttamaður heims Hjörtur Hjartarson skrifar 19. júní 2012 23:15 Woods er fallinn niður í þriðja sætið NordicPhotos/Getty Kylfingurinn, Tiger Woods fellur niður um tvö sæti yfir tekjuhæstu íþróttamenn í heimi á ársgrundvelli, úr því fyrsta niður í það þriðja. Hnefaleikakapparnir, Floyd Mayweather og Manny Pacquiao skipa nú tvö efstu sætin á lista Forbes sem gefinn var út í morgun.Fara þarf 12 ár aftur í tímann til að finna annan en Woods í efsta sæti listans. Samtals þénaði Mayweather 85 milljónir dala á síðustu 12 mánuðum, rétt um 10,7 milljarða íslenskra króna. Pacquiao tók inn tæpar 62 milljónir á meðan launaseðill Woods hljóðaði upp á 58 milljónir dala.Allt er innifalið í þeim upphæðum sem nefndar eru hér að ofan, það er beinar tekjur af keppnum sem og auglýsingasamningar. Mayweather barðist við tvo andstæðinga á því tímabili sem Forbes tekur saman, gegn Victor Ortiz í september á síðasta ári og Miguel Cotto í maí. Hann hafði betur í báðum viðureignunum rétt eins og í hin 43 skiptin sem hann hefur stigið inn í hringinn á atvinnumannaferli sínum. Langstærsti hlutinn af tekjum Mayweather kemur frá þessum tveimur bardögum sem stóðu samtals yfir í minna en klukkustund. Woods hefur undanfarið verið að rétta úr kútnum á golfvellinum eftir mögur ár þar á undan. Engu að síður er verðlaunafé fyrir frammistöðu í keppnum ársins ekki nema brot af heildartekjum kappans. Tæplega 90 prósent af tekjum Woods koma frá styrktaraðilum. David Beckham er enn tekjuhæsti knattspyrnumaður heims með tæplega sex milljarða króna en næstir honum eru þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Erlendar Golf Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Sjá meira
Kylfingurinn, Tiger Woods fellur niður um tvö sæti yfir tekjuhæstu íþróttamenn í heimi á ársgrundvelli, úr því fyrsta niður í það þriðja. Hnefaleikakapparnir, Floyd Mayweather og Manny Pacquiao skipa nú tvö efstu sætin á lista Forbes sem gefinn var út í morgun.Fara þarf 12 ár aftur í tímann til að finna annan en Woods í efsta sæti listans. Samtals þénaði Mayweather 85 milljónir dala á síðustu 12 mánuðum, rétt um 10,7 milljarða íslenskra króna. Pacquiao tók inn tæpar 62 milljónir á meðan launaseðill Woods hljóðaði upp á 58 milljónir dala.Allt er innifalið í þeim upphæðum sem nefndar eru hér að ofan, það er beinar tekjur af keppnum sem og auglýsingasamningar. Mayweather barðist við tvo andstæðinga á því tímabili sem Forbes tekur saman, gegn Victor Ortiz í september á síðasta ári og Miguel Cotto í maí. Hann hafði betur í báðum viðureignunum rétt eins og í hin 43 skiptin sem hann hefur stigið inn í hringinn á atvinnumannaferli sínum. Langstærsti hlutinn af tekjum Mayweather kemur frá þessum tveimur bardögum sem stóðu samtals yfir í minna en klukkustund. Woods hefur undanfarið verið að rétta úr kútnum á golfvellinum eftir mögur ár þar á undan. Engu að síður er verðlaunafé fyrir frammistöðu í keppnum ársins ekki nema brot af heildartekjum kappans. Tæplega 90 prósent af tekjum Woods koma frá styrktaraðilum. David Beckham er enn tekjuhæsti knattspyrnumaður heims með tæplega sex milljarða króna en næstir honum eru þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.
Erlendar Golf Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Sjá meira