Innlent

Sóttu rúmar 100 milljónir til Íslenskrar getspár

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hjón sem unnu 108 milljónir í Víkingalottói á dögunum mættu til Getspár í morgun að vitja vinnings síns. Húsbóndinn hafði keypt 5 raða Víkingalottómiða í Olís Akureyri og vann stærsta happadrættisvinning sem hefur unnist á Íslandi. Hjónin hafa ákveðið að leyfa börnunum sínum að njóta góðs af vinningnum.

Börnin sem öll eru uppkomin fá því hluta vinningsins og treysta þar með fjárhag sinn verulega og ætluðu varla að trúa foreldrum sínum þegar þau sögðu þeim frá vinningnum góða og að þau fengu að njóta hluta hans með þeim. Hjónin ætla að borga niður sínar skuldir auk þess að hjálpa börnunum. Þau sögðu að besta hugsunin væri að geta greitt upp allar skuldir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×