Erlent

Kínverjum verði boðin vændisþjónusta

IBS skrifar
grænland Hóteleigandi í bænum Maniitsoq á vesturströnd Grænlands hefur stungið upp á því að sett verði á laggirnar vændishús í bænum til þess að hægt verði að græða á Kínverjunum tvö þúsund sem væntanlegir eru. Kínverjarnir, flestir karlar, munu vinna við álbræðsluver á staðnum.

Í frétt á vef danska ríkisútvarpsins segir að heitar umræður séu um tillöguna á grænlenskum vefmiðlum. Hóteleigandinn, Søren Lyberth, er meðal annars spurður að því hvort hann sé sjálfur reiðubúinn til að bjóða konu frá Kína blíðu sína til þess að fyrirtækið hans græði á því. Aðrir benda á að vændi sé þegar stundað á Grænlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×