Súrrealískt að leika á móti stjörnunni Russell Crowe 25. september 2012 14:31 "Þetta var gríðarlega gaman," segir Konráð Ragnarsson, sem lék á móti Hollywood-leikaranum Russell Crowe í nýju tónlistarmyndbandi sem var frumsýnt fyrir helgi. Myndbandið var tekið upp hér á landi fyrir lagið Testify sem Crowe samdi með félaga sínum Alan Doyle. Doyle leikur einmitt líka í myndbandinu ásamt Eggerti Rafnssyni. Bæði Konráð og Eggert fóru einnig með lítil hlutverk í stórmyndinni Noah sem var tekin upp að hluta til hér á landi í sumar. Aðspurður segist Konráð hafa fengið óvænt símtal um að leika í myndbandinu og aðeins einni og hálfri klukkustund síðar var hann staddur við hliðina á Russ-ell Crowe og byrjaður að taka upp. "Þetta var alveg súrrealískt," segir Konráð, sem segist einnig hafa leikið í sautján tíma á móti Crowe í Noah. Tökur á myndbandinu fóru fram í Árbæjarsafni, Bláa lóninu, miðbæ Reykjavíkur og í Krýsuvík. Þar leika þeir Konráð og Eggert laganna verði í villta vestrinu og eru ansi vígalegir í gervum sínum. Doyle leikur dauðadæmdan fanga og Crowe prestinn sem ætlar að veita honum syndaaflausn. "Hann var bara almennilegur," segir Konráð um Óskarsverðlaunahafann Crowe. "Hann er náttúrulega stórstjarna og veit af því en hann talaði vel um Ísland. Við spjölluðum stundum um daginn og veginn en hann var að leika í Noah þannig að það var svolítil hraðferð á þessu. Svo var hann með þriggja metra háan lífvörð og það var erfitt að komast fram hjá honum," segir hann og hlær. Konráð var einnig nálægt því að hreppa hlutverk í mynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, sem hefur verið í tökum hérlendis. Hann komst í fjögurra manna úrtak en ekki lengra en það. "Það var mikið svekkelsi að fá ekki það hlutverk." Hann viðurkennir að það sé ekki slæmt að hafa tónlistarmyndbandið á ferilskránni. "Noah var stórt verkefni. Þar hverfur maður svolítið en þarna erum við bara fjórir með aðalhlutverkin. Að hafa þetta á ferilskránni er rosalegt." freyr@frettabladid.is Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
"Þetta var gríðarlega gaman," segir Konráð Ragnarsson, sem lék á móti Hollywood-leikaranum Russell Crowe í nýju tónlistarmyndbandi sem var frumsýnt fyrir helgi. Myndbandið var tekið upp hér á landi fyrir lagið Testify sem Crowe samdi með félaga sínum Alan Doyle. Doyle leikur einmitt líka í myndbandinu ásamt Eggerti Rafnssyni. Bæði Konráð og Eggert fóru einnig með lítil hlutverk í stórmyndinni Noah sem var tekin upp að hluta til hér á landi í sumar. Aðspurður segist Konráð hafa fengið óvænt símtal um að leika í myndbandinu og aðeins einni og hálfri klukkustund síðar var hann staddur við hliðina á Russ-ell Crowe og byrjaður að taka upp. "Þetta var alveg súrrealískt," segir Konráð, sem segist einnig hafa leikið í sautján tíma á móti Crowe í Noah. Tökur á myndbandinu fóru fram í Árbæjarsafni, Bláa lóninu, miðbæ Reykjavíkur og í Krýsuvík. Þar leika þeir Konráð og Eggert laganna verði í villta vestrinu og eru ansi vígalegir í gervum sínum. Doyle leikur dauðadæmdan fanga og Crowe prestinn sem ætlar að veita honum syndaaflausn. "Hann var bara almennilegur," segir Konráð um Óskarsverðlaunahafann Crowe. "Hann er náttúrulega stórstjarna og veit af því en hann talaði vel um Ísland. Við spjölluðum stundum um daginn og veginn en hann var að leika í Noah þannig að það var svolítil hraðferð á þessu. Svo var hann með þriggja metra háan lífvörð og það var erfitt að komast fram hjá honum," segir hann og hlær. Konráð var einnig nálægt því að hreppa hlutverk í mynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, sem hefur verið í tökum hérlendis. Hann komst í fjögurra manna úrtak en ekki lengra en það. "Það var mikið svekkelsi að fá ekki það hlutverk." Hann viðurkennir að það sé ekki slæmt að hafa tónlistarmyndbandið á ferilskránni. "Noah var stórt verkefni. Þar hverfur maður svolítið en þarna erum við bara fjórir með aðalhlutverkin. Að hafa þetta á ferilskránni er rosalegt." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira