Enski boltinn

Mancini: Balotelli í hættu á að eyðileggja feril sinn

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Balotelli fær að líta rauða spjaldið gegn Arsenal í gærdag.
Balotelli fær að líta rauða spjaldið gegn Arsenal í gærdag.
Það virðist ekkert lát ætla að verða á mótlæti vandræðagemsans, Mario Balotelli, en nú virðist Roberto Mancini, þjálfari Manchester City endanlega hafa misst þolinmæðina á honum. Mancini sagði í viðtali að Balotelli yrði líklega seldur frá félaginu í sumar.

„Ég vona að Balotelli átti sig á því að hann er á leið til glötunar. Hann verður að læra að hegða sér eins og maður ef að hann ætlar ekki að tapa fótboltaferli sínum. Ég hef séð leikmenn með mikla hæfileika eyðileggja feril sinn á tveimur til þremur árum vegna hegðunarvandamála. Ég vona innilega að hann muni breytast,"

„Ég sem knattspyrnustjóri hans, er kominn með nóg. Við eigum sex leiki eftir og hann mun ekki spila þá. Það er ekki víst hversu langt bann hann fær en ég mun ekki koma til með að nota hann, þó að ég geti það.

Ég verð að geta treyst leikmönnum mínum í leikjum. Ég verð að geta treyst því að þeir verði ekki reknir af velli útaf einhverri vitleysu. Ég get ekki gert það með Balotelli," sagði Mancini.

„Ég mun líklega selja hann í sumar, þetta er komið gott," sagði Mancini í viðtali.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×