Arteta hetjan þegar Arsenal lagði City Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. apríl 2012 00:01 Mynd/Nordic Photos/Getty Mikel Arteta var hetja Arsenal en mark hans fjórum mínútum fyrir leikslok tryggði Lundúnarliðinu 1-0 sigur á Manchester City. Möguleikar City á titlinum eru að engu orðnir enda liðið átta stigum á eftir United í öðru sæti deildarinnar. Arsenal var betri aðilinn í leiknum og hefði átt að komast yfir eftir stundarfjórðung. Þá átti Robin van Persie skalla eftir hornspyrnu sem stefndi í markið. Því miður fyrir hann og aðra hliðholla Lundúnarliðinu stóð Thomas Vermaelen á línunni og hrökk boltinn af höfði hans og yfir markið. Skömmu síðar yfirgaf Fílabeinstrendingurinn Yaya Youre leikvöllinn vegna meiðsla. City má illa við að vera án hans í þeirri baráttu sem eftir er en Youre er algjör lykilmaður City-liðsins. Færin voru af skornum skammti í fyrri hálfleik og aðallega Mario Balotelli sem var í sviðsljósinu. Vísa átti Ítalanum af velli þegar hann setti sólann í hné Alexander Song, miðjumanns Arsenal. Martin Atkinson, dómari leiksins, missti af atvikinu og Balotelli slapp með skrekkinn. Robin van Persie komst í gott færi eftir 15 mínútna leik í síðari hálfleik en skalli hans af stuttu færi small í stönginni. Áfram hélt sókn Arsenal og þurfti Joe Hart að taka á honum stóra sínum þegar Theo Walcott skaut af stuttu færi. Frákastið féll fyrir Vermaelen sem rann til á vellinum og í kjölfarið hitti Benayoun ekki boltann. Ótrúlegt að heimamenn næðu ekki forystuni. Roberto Mancini skipti Carlos Tevez inn á fyrir Sergio Aguero en það kom ekki í hlut Argentínumannsins heldur Mikel Arteta að gera gæfumuninn á Emirates. Miðjumaðurinn snjalli vann boltann á miðjunni, lék í átt að teignum og bylmingsskot hans hafnaði neðst í markhorninu. Pirringur Roberto Mancini á hliðarlínunni leyndi sér ekki frekar en hjá Joe Hart markverði City. Aaron Ramsey skaut framhjá úr dauðafæri í viðbótartíma en það kom ekki að sök. Arsenal fagnaði sigri en möguleikar City á titlinum eru litlir sem engir eftir tapið. Grannarnir í United komnir með átta stiga forskot á toppnum þegar sex leikir eru eftir.Staðan í ensku úrvalsdeildinni. Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Mikel Arteta var hetja Arsenal en mark hans fjórum mínútum fyrir leikslok tryggði Lundúnarliðinu 1-0 sigur á Manchester City. Möguleikar City á titlinum eru að engu orðnir enda liðið átta stigum á eftir United í öðru sæti deildarinnar. Arsenal var betri aðilinn í leiknum og hefði átt að komast yfir eftir stundarfjórðung. Þá átti Robin van Persie skalla eftir hornspyrnu sem stefndi í markið. Því miður fyrir hann og aðra hliðholla Lundúnarliðinu stóð Thomas Vermaelen á línunni og hrökk boltinn af höfði hans og yfir markið. Skömmu síðar yfirgaf Fílabeinstrendingurinn Yaya Youre leikvöllinn vegna meiðsla. City má illa við að vera án hans í þeirri baráttu sem eftir er en Youre er algjör lykilmaður City-liðsins. Færin voru af skornum skammti í fyrri hálfleik og aðallega Mario Balotelli sem var í sviðsljósinu. Vísa átti Ítalanum af velli þegar hann setti sólann í hné Alexander Song, miðjumanns Arsenal. Martin Atkinson, dómari leiksins, missti af atvikinu og Balotelli slapp með skrekkinn. Robin van Persie komst í gott færi eftir 15 mínútna leik í síðari hálfleik en skalli hans af stuttu færi small í stönginni. Áfram hélt sókn Arsenal og þurfti Joe Hart að taka á honum stóra sínum þegar Theo Walcott skaut af stuttu færi. Frákastið féll fyrir Vermaelen sem rann til á vellinum og í kjölfarið hitti Benayoun ekki boltann. Ótrúlegt að heimamenn næðu ekki forystuni. Roberto Mancini skipti Carlos Tevez inn á fyrir Sergio Aguero en það kom ekki í hlut Argentínumannsins heldur Mikel Arteta að gera gæfumuninn á Emirates. Miðjumaðurinn snjalli vann boltann á miðjunni, lék í átt að teignum og bylmingsskot hans hafnaði neðst í markhorninu. Pirringur Roberto Mancini á hliðarlínunni leyndi sér ekki frekar en hjá Joe Hart markverði City. Aaron Ramsey skaut framhjá úr dauðafæri í viðbótartíma en það kom ekki að sök. Arsenal fagnaði sigri en möguleikar City á titlinum eru litlir sem engir eftir tapið. Grannarnir í United komnir með átta stiga forskot á toppnum þegar sex leikir eru eftir.Staðan í ensku úrvalsdeildinni.
Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira