Arteta hetjan þegar Arsenal lagði City Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. apríl 2012 00:01 Mynd/Nordic Photos/Getty Mikel Arteta var hetja Arsenal en mark hans fjórum mínútum fyrir leikslok tryggði Lundúnarliðinu 1-0 sigur á Manchester City. Möguleikar City á titlinum eru að engu orðnir enda liðið átta stigum á eftir United í öðru sæti deildarinnar. Arsenal var betri aðilinn í leiknum og hefði átt að komast yfir eftir stundarfjórðung. Þá átti Robin van Persie skalla eftir hornspyrnu sem stefndi í markið. Því miður fyrir hann og aðra hliðholla Lundúnarliðinu stóð Thomas Vermaelen á línunni og hrökk boltinn af höfði hans og yfir markið. Skömmu síðar yfirgaf Fílabeinstrendingurinn Yaya Youre leikvöllinn vegna meiðsla. City má illa við að vera án hans í þeirri baráttu sem eftir er en Youre er algjör lykilmaður City-liðsins. Færin voru af skornum skammti í fyrri hálfleik og aðallega Mario Balotelli sem var í sviðsljósinu. Vísa átti Ítalanum af velli þegar hann setti sólann í hné Alexander Song, miðjumanns Arsenal. Martin Atkinson, dómari leiksins, missti af atvikinu og Balotelli slapp með skrekkinn. Robin van Persie komst í gott færi eftir 15 mínútna leik í síðari hálfleik en skalli hans af stuttu færi small í stönginni. Áfram hélt sókn Arsenal og þurfti Joe Hart að taka á honum stóra sínum þegar Theo Walcott skaut af stuttu færi. Frákastið féll fyrir Vermaelen sem rann til á vellinum og í kjölfarið hitti Benayoun ekki boltann. Ótrúlegt að heimamenn næðu ekki forystuni. Roberto Mancini skipti Carlos Tevez inn á fyrir Sergio Aguero en það kom ekki í hlut Argentínumannsins heldur Mikel Arteta að gera gæfumuninn á Emirates. Miðjumaðurinn snjalli vann boltann á miðjunni, lék í átt að teignum og bylmingsskot hans hafnaði neðst í markhorninu. Pirringur Roberto Mancini á hliðarlínunni leyndi sér ekki frekar en hjá Joe Hart markverði City. Aaron Ramsey skaut framhjá úr dauðafæri í viðbótartíma en það kom ekki að sök. Arsenal fagnaði sigri en möguleikar City á titlinum eru litlir sem engir eftir tapið. Grannarnir í United komnir með átta stiga forskot á toppnum þegar sex leikir eru eftir.Staðan í ensku úrvalsdeildinni. Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira
Mikel Arteta var hetja Arsenal en mark hans fjórum mínútum fyrir leikslok tryggði Lundúnarliðinu 1-0 sigur á Manchester City. Möguleikar City á titlinum eru að engu orðnir enda liðið átta stigum á eftir United í öðru sæti deildarinnar. Arsenal var betri aðilinn í leiknum og hefði átt að komast yfir eftir stundarfjórðung. Þá átti Robin van Persie skalla eftir hornspyrnu sem stefndi í markið. Því miður fyrir hann og aðra hliðholla Lundúnarliðinu stóð Thomas Vermaelen á línunni og hrökk boltinn af höfði hans og yfir markið. Skömmu síðar yfirgaf Fílabeinstrendingurinn Yaya Youre leikvöllinn vegna meiðsla. City má illa við að vera án hans í þeirri baráttu sem eftir er en Youre er algjör lykilmaður City-liðsins. Færin voru af skornum skammti í fyrri hálfleik og aðallega Mario Balotelli sem var í sviðsljósinu. Vísa átti Ítalanum af velli þegar hann setti sólann í hné Alexander Song, miðjumanns Arsenal. Martin Atkinson, dómari leiksins, missti af atvikinu og Balotelli slapp með skrekkinn. Robin van Persie komst í gott færi eftir 15 mínútna leik í síðari hálfleik en skalli hans af stuttu færi small í stönginni. Áfram hélt sókn Arsenal og þurfti Joe Hart að taka á honum stóra sínum þegar Theo Walcott skaut af stuttu færi. Frákastið féll fyrir Vermaelen sem rann til á vellinum og í kjölfarið hitti Benayoun ekki boltann. Ótrúlegt að heimamenn næðu ekki forystuni. Roberto Mancini skipti Carlos Tevez inn á fyrir Sergio Aguero en það kom ekki í hlut Argentínumannsins heldur Mikel Arteta að gera gæfumuninn á Emirates. Miðjumaðurinn snjalli vann boltann á miðjunni, lék í átt að teignum og bylmingsskot hans hafnaði neðst í markhorninu. Pirringur Roberto Mancini á hliðarlínunni leyndi sér ekki frekar en hjá Joe Hart markverði City. Aaron Ramsey skaut framhjá úr dauðafæri í viðbótartíma en það kom ekki að sök. Arsenal fagnaði sigri en möguleikar City á titlinum eru litlir sem engir eftir tapið. Grannarnir í United komnir með átta stiga forskot á toppnum þegar sex leikir eru eftir.Staðan í ensku úrvalsdeildinni.
Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira