Fótbolti

Sunnudagsmessan: Gylfi Þór ætlar ekki að hanga á bekknum hjá Hoffenheim

„Það skiptir mestu máli að fá að spila fótbolta aftur, síðustu mánuðurnir í Þýskalandi voru erfiðir," sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali sem Guðmundur Benediktsson tók við landsliðsmanninn í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær. Gylfi skoraði mark og lagði upp annað í 2-1 sigri Swansea gegn WBA í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Gylfi hefur náð sér vel á strik með Swansea frá því hann kom til liðsins sem lánsmaður frá þýska liðinu Hoffenheim. „Ég var ekki í leikæfingu þegar ég kom hingað og ég hef því ekki leikið í 90 mínútur fyrr en í þessum leik. Ég veit ekki hvað gerist í sumar hjá mér, vonandi eitthvað spennandi, ég þarf að bara að standa mig vel með Swansea. Ég ætla mér ekki að hanga á varamannabekknum í Þýskalandi, það er alveg ljóst," sagði Gylfi m.a. í viðtalinu.

Sjáðu helstu atvikin úr leik Swansea og WBA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×