Innlent

Norska prinsessan Märtha Louise í Norræna húsinu

Norska prinsessan Märtha Louise verður til staðar í Norræna húsinu á morgun, fimmtudag, í tilefni af útkomu bókar hennar, Leyndarmál englanna" hér á landi.

Í tilkynningu frá útgáfunni segir að í tilefni af komu Märtha Louise Noregsprinsessu og Elisabeth Nordeng býður bókaútgáfan Draumsýn blaðamönnum og áhugafólki um andleg málefni til samsætis á veitingastaðnum Dill í Norræna húsinu á morgun, fimmtudag 13. september klukkan 17.

„Þær Märtha Louise og Elisabeth hafa skrifað tvær bækur, ,,Hittu verndarengil þinn" og ,,Leyndarmál englanna" og kemur síðarnefnda bókin út á íslensku í dag. Þær eru miklar áhugamanneskjur um tilvist engla og hafa rekið Englaskóla í Noregi í fimm ár, sem hefur verið afar vel sóttur," segir í tilkynningunni.

„Í Norræna húsinu gefst gestum kostur á að hlusta á þær segja frá upplifun sinni af englum, spyrja spurninga og fá áritun í bækur sem þeir kaupa á staðnum. Hér er á ferðinni forvitnilegt efni og bókin ,,Leyndarmál englanna" á án nokkurs vafa eftir að vekja upp margar spurningar í hugum fólks."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×