Innlent

Stormurinn Leslie nær ekki fellibylsstyrk

Töluvert hefur dregið úr styrk hitabeltisstormsins Leslie sem fara mun yfir austurströnd Nýfundnalands í dag og litlar líkur eru nú taldar á því að Leslie nái fellibylsstyrk. Reiknað er með að leyfarnar af Leslie nái til Íslands á næstu dögum en þá sem haustlægð.

Leslie mun fara framhjá suðurodda Grænlands á morgun að því er segir í frétt á fellibyljavakt Bloomberg fréttaveitunnar.

Leslie er tólfti hitabeltisstormurinn sem myndast á yfirstandandi fellibyljatímabili á Atlantshafinu. Sá næsti, sem heitir Michael, er nú að sækja í sig veðrið rúmlega 1.600 kílómetra vestur af Azoreyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×