Steingrímur: Koðnum ekki niður vegna þessarar samþykktar 12. september 2012 17:33 Steingrímur J. Sigfússon. „Það er í sjálfu sér ágætt að Evrópusambandið hafi áhyggjur af sjálfbærni fiskveiða, en þeir eiga sjálfir langt í land þar, ég geri svo sem engar athugasemdir við það," segir Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra um samþykkt Evrópuþingsins um viðskiptaþvinganir gegn Íslendingum vegna makríldeilunnar svokölluðu. Evrópuþingið samþykkti í dag að beita Íslendinga og Færeyinga viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar, eftir því sem fram kemur í fréttum BBC. Íslendingar og Færeyingar hafa verið gagnrýndir harðlega á síðustu dögum fyrir of miklar veiðar úr makrílstofninum og er talið að þær séu ósjálfbærar. Steingrímur hefur margt við þetta að athuga, hann bendir meðal annars á að rannsóknir hér á landi á markrílstofninum hafi leitt í ljós að stofninn sé að langmestu leytinu í góðu ástandi og nýttur á sjálfbærann og ábyrgan hátt. „En þá kemur að alvöru málsins," segir Steingrímur. „Því er ekki að leyna, að síðasta þegar ég skoðaði þessar reglur, að þær myndu rúma víðtækari aðgerðir en við teljum réttar og við drögum línuna þar," bætir Steingrímur við. „Það að blanda þessu sölu á afurðum, svo ég tali ekki um meðaflategundum eða veiðarfærum eða búnaði við þessar reglur - við myndum taka því óstinnt upp ef útfærsla aðgerðanna fari út fyrir þann ramma sem við teljum lög heimila," segir hann en í niðurstöðu þingsins segir meðal annars að þvinganirnar nái yfir aðra tegundir fiska, Steingrímur áréttar að reglurnar nái þó ekki yfir bolfisk. Hann segir útfærsluna sem samþykkt var af þingmönnum Evrópuþingsins, ekki í samræmi við vilja harðskeyttustu afla á þinginu sem vildu ganga lengra í málinu. Steingrímur áréttar að í reglunum sjálfum sem samþykktar voru er ekki minnst sérstaklega á Færeyjar eða Ísland. „Umfjöllun erlendra fjölmiðla eru að einhverju leyti á misskilningi byggðar hvað það varðar," segir Steingrímur. „En auðvitað vitum við til hvers refirnir eru skornir," bætir hann við. Spurður hvort þarna sé ekki verið að neyða Ísland og Færeyjar að samningaborðinu svarar Steingrímur því til að það sé alveg ljóst að þetta muni spilla andrúmsloftinu. „Ég hef sagt það á mörgum fundum að svona lagað, eða endalausar hótanir um þetta, muni ekki gera neitt annað en að spilla andrúmsloftinu." Steingrímur segir íslensku ríkisstjórnina mótmæla þessari samþykkt harkalega. Hann bendir á að veiðar Íslendingar séu alls ekki eina vandamálið í þessu samhengi. „Við getum auðveldlega snúið þessu við, það að Noregur og ESB úthluti sér einhliða 90 prósentum af makrílstofninum og horfa framhjá rétti Íslendinga í þessu máli er ekki réttlætanlegt," segir Steingrímur. Hann bætir við að málið verði að leysast með málefnalegum hætti við samningaborðið. „En þeir þekkja ekki Íslendinga vel ef þeir halda að við koðnum niður við þessa samþykkt," bætir hann við að lokum. Þó refsiaðgerðirnar hafi verið samþykktar á Evrópuþinginu er enn aðeins um tillögur að ræða. Því er ekki þar með sagt að þeim verði beitt gegn Íslendingum. Tillögurnar eiga eftir að fara fyrir ráðherraráðið sem þá þarf að samþykkja þær. Það yrði að öllum líkindum ekki gert fyrr en í október. Tengdar fréttir Evrópuþingið samþykkir viðskiptaþvinganir gegn Íslendingum Evrópuþingið samþykkti í dag að beita Íslendinga og Færeyinga viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar, eftir því sem fram kemur í fréttum BBC. Íslendingar og Færeyingar hafa verið gagnrýndir harðlega á síðustu dögum fyrir of miklar veiðar úr makrílstofninum og er talið að þær séu ósjálfbærar. Viðskiptaþvinganirnar felast í því að útflutningur á makríl og öðrum fiskafurðum verður bannaður. 12. september 2012 15:55 Viðskiptaþvinganir á Ísland andstæðar lögum Ef Evrópusambandið nýtir heimildir til að beita Íslend refsiaðgerðum vegna makríldeilunnar fara þeir á svig við alþjóðalög. Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson, formaður LÍÚ. 12. september 2012 17:23 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
„Það er í sjálfu sér ágætt að Evrópusambandið hafi áhyggjur af sjálfbærni fiskveiða, en þeir eiga sjálfir langt í land þar, ég geri svo sem engar athugasemdir við það," segir Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra um samþykkt Evrópuþingsins um viðskiptaþvinganir gegn Íslendingum vegna makríldeilunnar svokölluðu. Evrópuþingið samþykkti í dag að beita Íslendinga og Færeyinga viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar, eftir því sem fram kemur í fréttum BBC. Íslendingar og Færeyingar hafa verið gagnrýndir harðlega á síðustu dögum fyrir of miklar veiðar úr makrílstofninum og er talið að þær séu ósjálfbærar. Steingrímur hefur margt við þetta að athuga, hann bendir meðal annars á að rannsóknir hér á landi á markrílstofninum hafi leitt í ljós að stofninn sé að langmestu leytinu í góðu ástandi og nýttur á sjálfbærann og ábyrgan hátt. „En þá kemur að alvöru málsins," segir Steingrímur. „Því er ekki að leyna, að síðasta þegar ég skoðaði þessar reglur, að þær myndu rúma víðtækari aðgerðir en við teljum réttar og við drögum línuna þar," bætir Steingrímur við. „Það að blanda þessu sölu á afurðum, svo ég tali ekki um meðaflategundum eða veiðarfærum eða búnaði við þessar reglur - við myndum taka því óstinnt upp ef útfærsla aðgerðanna fari út fyrir þann ramma sem við teljum lög heimila," segir hann en í niðurstöðu þingsins segir meðal annars að þvinganirnar nái yfir aðra tegundir fiska, Steingrímur áréttar að reglurnar nái þó ekki yfir bolfisk. Hann segir útfærsluna sem samþykkt var af þingmönnum Evrópuþingsins, ekki í samræmi við vilja harðskeyttustu afla á þinginu sem vildu ganga lengra í málinu. Steingrímur áréttar að í reglunum sjálfum sem samþykktar voru er ekki minnst sérstaklega á Færeyjar eða Ísland. „Umfjöllun erlendra fjölmiðla eru að einhverju leyti á misskilningi byggðar hvað það varðar," segir Steingrímur. „En auðvitað vitum við til hvers refirnir eru skornir," bætir hann við. Spurður hvort þarna sé ekki verið að neyða Ísland og Færeyjar að samningaborðinu svarar Steingrímur því til að það sé alveg ljóst að þetta muni spilla andrúmsloftinu. „Ég hef sagt það á mörgum fundum að svona lagað, eða endalausar hótanir um þetta, muni ekki gera neitt annað en að spilla andrúmsloftinu." Steingrímur segir íslensku ríkisstjórnina mótmæla þessari samþykkt harkalega. Hann bendir á að veiðar Íslendingar séu alls ekki eina vandamálið í þessu samhengi. „Við getum auðveldlega snúið þessu við, það að Noregur og ESB úthluti sér einhliða 90 prósentum af makrílstofninum og horfa framhjá rétti Íslendinga í þessu máli er ekki réttlætanlegt," segir Steingrímur. Hann bætir við að málið verði að leysast með málefnalegum hætti við samningaborðið. „En þeir þekkja ekki Íslendinga vel ef þeir halda að við koðnum niður við þessa samþykkt," bætir hann við að lokum. Þó refsiaðgerðirnar hafi verið samþykktar á Evrópuþinginu er enn aðeins um tillögur að ræða. Því er ekki þar með sagt að þeim verði beitt gegn Íslendingum. Tillögurnar eiga eftir að fara fyrir ráðherraráðið sem þá þarf að samþykkja þær. Það yrði að öllum líkindum ekki gert fyrr en í október.
Tengdar fréttir Evrópuþingið samþykkir viðskiptaþvinganir gegn Íslendingum Evrópuþingið samþykkti í dag að beita Íslendinga og Færeyinga viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar, eftir því sem fram kemur í fréttum BBC. Íslendingar og Færeyingar hafa verið gagnrýndir harðlega á síðustu dögum fyrir of miklar veiðar úr makrílstofninum og er talið að þær séu ósjálfbærar. Viðskiptaþvinganirnar felast í því að útflutningur á makríl og öðrum fiskafurðum verður bannaður. 12. september 2012 15:55 Viðskiptaþvinganir á Ísland andstæðar lögum Ef Evrópusambandið nýtir heimildir til að beita Íslend refsiaðgerðum vegna makríldeilunnar fara þeir á svig við alþjóðalög. Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson, formaður LÍÚ. 12. september 2012 17:23 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Evrópuþingið samþykkir viðskiptaþvinganir gegn Íslendingum Evrópuþingið samþykkti í dag að beita Íslendinga og Færeyinga viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar, eftir því sem fram kemur í fréttum BBC. Íslendingar og Færeyingar hafa verið gagnrýndir harðlega á síðustu dögum fyrir of miklar veiðar úr makrílstofninum og er talið að þær séu ósjálfbærar. Viðskiptaþvinganirnar felast í því að útflutningur á makríl og öðrum fiskafurðum verður bannaður. 12. september 2012 15:55
Viðskiptaþvinganir á Ísland andstæðar lögum Ef Evrópusambandið nýtir heimildir til að beita Íslend refsiaðgerðum vegna makríldeilunnar fara þeir á svig við alþjóðalög. Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson, formaður LÍÚ. 12. september 2012 17:23