Viðskiptaþvinganir á Ísland andstæðar lögum BBI skrifar 12. september 2012 17:23 Friðrik J. Arngrímsson, formaður LÍÚ. Mynd/Vilhelm Ef Evrópusambandið nýtir heimildir til að beita Íslend refsiaðgerðum vegna makríldeilunnar fara þeir á svig við alþjóðalög. Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson, formaður LÍÚ. Evrópuþingið samþykkti nýverið almennar reglur um sérstakar aðgerðir gegn öðrum löndum til verndar fiskistofnum sambandsins. Reglunum er í orði kveðnu ekki beint gegn sérstökum löndum, þær fela í sér almennar heimildir til að beita óábyrg lönd aðgerðum. Friðrik telur hins vegar ekkert launungarmál að það er makríldeilan við Íslendinga og Færeyinga sem rekur sambandið til að smíða regluverkið. Reglurnar fela í sér heimild til að beita viðskiptaþvingunum vegna ofveiða annarra landa. Annars vegar getur Evrópusambandið sett verslunarbann á óábyrg ríki, þ.e. ríkin gætu ekki selt afla sinn til sambandsins. Hins vegar getur sambandið beitt löndunarbanni. Þar með gætu skip viðkomandi lands ekki notað hafnir sambandsins til að umskipa afla eða landa honum. Í reglunum kemur skýrt fram að viðskiptaþvinganirnar geta aðeins tekið til þeirra fiskistofna sem Evrópusambandið og viðkomandi land eiga sameiginleg. Því getur makríldeilan t.d. ekki leitt til þess að Evrópusambandið banni viðskipti Íslendinga með allan fisk.Makríll.Evrópuþingið samþykkti reglurnar nýverið. Evrópuþingið er hins vegar aðeins ein stofnun Evrópusambandsins og reglurnar hafa því enn ekki öðlast gildi. Tillögur þingsins eiga eftir að koma til umfjöllunar hjá ráðherraráðinu. Þaðan verða þær líklega ekki afgreiddar fyrr en í október. „Þannig að það er langt í að einhverjum þvingunum verði beitt gegn Íslendingum," segir Friðrik og bendir á að þessar almennu reglur feli aðeins í sér heimild til að beita þvingunum. Hann telur að ef Evrópusambandið ákveður að nota umræddar heimildir gegn Íslendingum vegna makríldeilunnar gerist þeir brotlegir við alþjóðalög. „Fiskveiðar Íslendinga hvíla á sama grunni og fiskveiðar Evrópusambandsins. Þær helgast af sömu þjóðaréttarreglum," segir hann. Evrópusambandið getur því ekki ákveðið að Íslendingar megi ekki veiðar úr sameiginlegum stofnum. Þar með gerist það brotlegt við alþjóðlega fiskveiðisamninga og samninga eins og Gatt-sáttmálann og EES-samninginn. Tengdar fréttir Evrópuþingið samþykkir viðskiptaþvinganir gegn Íslendingum Evrópuþingið samþykkti í dag að beita Íslendinga og Færeyinga viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar, eftir því sem fram kemur í fréttum BBC. Íslendingar og Færeyingar hafa verið gagnrýndir harðlega á síðustu dögum fyrir of miklar veiðar úr makrílstofninum og er talið að þær séu ósjálfbærar. Viðskiptaþvinganirnar felast í því að útflutningur á makríl og öðrum fiskafurðum verður bannaður. 12. september 2012 15:55 Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Ef Evrópusambandið nýtir heimildir til að beita Íslend refsiaðgerðum vegna makríldeilunnar fara þeir á svig við alþjóðalög. Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson, formaður LÍÚ. Evrópuþingið samþykkti nýverið almennar reglur um sérstakar aðgerðir gegn öðrum löndum til verndar fiskistofnum sambandsins. Reglunum er í orði kveðnu ekki beint gegn sérstökum löndum, þær fela í sér almennar heimildir til að beita óábyrg lönd aðgerðum. Friðrik telur hins vegar ekkert launungarmál að það er makríldeilan við Íslendinga og Færeyinga sem rekur sambandið til að smíða regluverkið. Reglurnar fela í sér heimild til að beita viðskiptaþvingunum vegna ofveiða annarra landa. Annars vegar getur Evrópusambandið sett verslunarbann á óábyrg ríki, þ.e. ríkin gætu ekki selt afla sinn til sambandsins. Hins vegar getur sambandið beitt löndunarbanni. Þar með gætu skip viðkomandi lands ekki notað hafnir sambandsins til að umskipa afla eða landa honum. Í reglunum kemur skýrt fram að viðskiptaþvinganirnar geta aðeins tekið til þeirra fiskistofna sem Evrópusambandið og viðkomandi land eiga sameiginleg. Því getur makríldeilan t.d. ekki leitt til þess að Evrópusambandið banni viðskipti Íslendinga með allan fisk.Makríll.Evrópuþingið samþykkti reglurnar nýverið. Evrópuþingið er hins vegar aðeins ein stofnun Evrópusambandsins og reglurnar hafa því enn ekki öðlast gildi. Tillögur þingsins eiga eftir að koma til umfjöllunar hjá ráðherraráðinu. Þaðan verða þær líklega ekki afgreiddar fyrr en í október. „Þannig að það er langt í að einhverjum þvingunum verði beitt gegn Íslendingum," segir Friðrik og bendir á að þessar almennu reglur feli aðeins í sér heimild til að beita þvingunum. Hann telur að ef Evrópusambandið ákveður að nota umræddar heimildir gegn Íslendingum vegna makríldeilunnar gerist þeir brotlegir við alþjóðalög. „Fiskveiðar Íslendinga hvíla á sama grunni og fiskveiðar Evrópusambandsins. Þær helgast af sömu þjóðaréttarreglum," segir hann. Evrópusambandið getur því ekki ákveðið að Íslendingar megi ekki veiðar úr sameiginlegum stofnum. Þar með gerist það brotlegt við alþjóðlega fiskveiðisamninga og samninga eins og Gatt-sáttmálann og EES-samninginn.
Tengdar fréttir Evrópuþingið samþykkir viðskiptaþvinganir gegn Íslendingum Evrópuþingið samþykkti í dag að beita Íslendinga og Færeyinga viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar, eftir því sem fram kemur í fréttum BBC. Íslendingar og Færeyingar hafa verið gagnrýndir harðlega á síðustu dögum fyrir of miklar veiðar úr makrílstofninum og er talið að þær séu ósjálfbærar. Viðskiptaþvinganirnar felast í því að útflutningur á makríl og öðrum fiskafurðum verður bannaður. 12. september 2012 15:55 Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Evrópuþingið samþykkir viðskiptaþvinganir gegn Íslendingum Evrópuþingið samþykkti í dag að beita Íslendinga og Færeyinga viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar, eftir því sem fram kemur í fréttum BBC. Íslendingar og Færeyingar hafa verið gagnrýndir harðlega á síðustu dögum fyrir of miklar veiðar úr makrílstofninum og er talið að þær séu ósjálfbærar. Viðskiptaþvinganirnar felast í því að útflutningur á makríl og öðrum fiskafurðum verður bannaður. 12. september 2012 15:55
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent