Viðskiptaþvinganir á Ísland andstæðar lögum BBI skrifar 12. september 2012 17:23 Friðrik J. Arngrímsson, formaður LÍÚ. Mynd/Vilhelm Ef Evrópusambandið nýtir heimildir til að beita Íslend refsiaðgerðum vegna makríldeilunnar fara þeir á svig við alþjóðalög. Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson, formaður LÍÚ. Evrópuþingið samþykkti nýverið almennar reglur um sérstakar aðgerðir gegn öðrum löndum til verndar fiskistofnum sambandsins. Reglunum er í orði kveðnu ekki beint gegn sérstökum löndum, þær fela í sér almennar heimildir til að beita óábyrg lönd aðgerðum. Friðrik telur hins vegar ekkert launungarmál að það er makríldeilan við Íslendinga og Færeyinga sem rekur sambandið til að smíða regluverkið. Reglurnar fela í sér heimild til að beita viðskiptaþvingunum vegna ofveiða annarra landa. Annars vegar getur Evrópusambandið sett verslunarbann á óábyrg ríki, þ.e. ríkin gætu ekki selt afla sinn til sambandsins. Hins vegar getur sambandið beitt löndunarbanni. Þar með gætu skip viðkomandi lands ekki notað hafnir sambandsins til að umskipa afla eða landa honum. Í reglunum kemur skýrt fram að viðskiptaþvinganirnar geta aðeins tekið til þeirra fiskistofna sem Evrópusambandið og viðkomandi land eiga sameiginleg. Því getur makríldeilan t.d. ekki leitt til þess að Evrópusambandið banni viðskipti Íslendinga með allan fisk.Makríll.Evrópuþingið samþykkti reglurnar nýverið. Evrópuþingið er hins vegar aðeins ein stofnun Evrópusambandsins og reglurnar hafa því enn ekki öðlast gildi. Tillögur þingsins eiga eftir að koma til umfjöllunar hjá ráðherraráðinu. Þaðan verða þær líklega ekki afgreiddar fyrr en í október. „Þannig að það er langt í að einhverjum þvingunum verði beitt gegn Íslendingum," segir Friðrik og bendir á að þessar almennu reglur feli aðeins í sér heimild til að beita þvingunum. Hann telur að ef Evrópusambandið ákveður að nota umræddar heimildir gegn Íslendingum vegna makríldeilunnar gerist þeir brotlegir við alþjóðalög. „Fiskveiðar Íslendinga hvíla á sama grunni og fiskveiðar Evrópusambandsins. Þær helgast af sömu þjóðaréttarreglum," segir hann. Evrópusambandið getur því ekki ákveðið að Íslendingar megi ekki veiðar úr sameiginlegum stofnum. Þar með gerist það brotlegt við alþjóðlega fiskveiðisamninga og samninga eins og Gatt-sáttmálann og EES-samninginn. Tengdar fréttir Evrópuþingið samþykkir viðskiptaþvinganir gegn Íslendingum Evrópuþingið samþykkti í dag að beita Íslendinga og Færeyinga viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar, eftir því sem fram kemur í fréttum BBC. Íslendingar og Færeyingar hafa verið gagnrýndir harðlega á síðustu dögum fyrir of miklar veiðar úr makrílstofninum og er talið að þær séu ósjálfbærar. Viðskiptaþvinganirnar felast í því að útflutningur á makríl og öðrum fiskafurðum verður bannaður. 12. september 2012 15:55 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Ef Evrópusambandið nýtir heimildir til að beita Íslend refsiaðgerðum vegna makríldeilunnar fara þeir á svig við alþjóðalög. Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson, formaður LÍÚ. Evrópuþingið samþykkti nýverið almennar reglur um sérstakar aðgerðir gegn öðrum löndum til verndar fiskistofnum sambandsins. Reglunum er í orði kveðnu ekki beint gegn sérstökum löndum, þær fela í sér almennar heimildir til að beita óábyrg lönd aðgerðum. Friðrik telur hins vegar ekkert launungarmál að það er makríldeilan við Íslendinga og Færeyinga sem rekur sambandið til að smíða regluverkið. Reglurnar fela í sér heimild til að beita viðskiptaþvingunum vegna ofveiða annarra landa. Annars vegar getur Evrópusambandið sett verslunarbann á óábyrg ríki, þ.e. ríkin gætu ekki selt afla sinn til sambandsins. Hins vegar getur sambandið beitt löndunarbanni. Þar með gætu skip viðkomandi lands ekki notað hafnir sambandsins til að umskipa afla eða landa honum. Í reglunum kemur skýrt fram að viðskiptaþvinganirnar geta aðeins tekið til þeirra fiskistofna sem Evrópusambandið og viðkomandi land eiga sameiginleg. Því getur makríldeilan t.d. ekki leitt til þess að Evrópusambandið banni viðskipti Íslendinga með allan fisk.Makríll.Evrópuþingið samþykkti reglurnar nýverið. Evrópuþingið er hins vegar aðeins ein stofnun Evrópusambandsins og reglurnar hafa því enn ekki öðlast gildi. Tillögur þingsins eiga eftir að koma til umfjöllunar hjá ráðherraráðinu. Þaðan verða þær líklega ekki afgreiddar fyrr en í október. „Þannig að það er langt í að einhverjum þvingunum verði beitt gegn Íslendingum," segir Friðrik og bendir á að þessar almennu reglur feli aðeins í sér heimild til að beita þvingunum. Hann telur að ef Evrópusambandið ákveður að nota umræddar heimildir gegn Íslendingum vegna makríldeilunnar gerist þeir brotlegir við alþjóðalög. „Fiskveiðar Íslendinga hvíla á sama grunni og fiskveiðar Evrópusambandsins. Þær helgast af sömu þjóðaréttarreglum," segir hann. Evrópusambandið getur því ekki ákveðið að Íslendingar megi ekki veiðar úr sameiginlegum stofnum. Þar með gerist það brotlegt við alþjóðlega fiskveiðisamninga og samninga eins og Gatt-sáttmálann og EES-samninginn.
Tengdar fréttir Evrópuþingið samþykkir viðskiptaþvinganir gegn Íslendingum Evrópuþingið samþykkti í dag að beita Íslendinga og Færeyinga viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar, eftir því sem fram kemur í fréttum BBC. Íslendingar og Færeyingar hafa verið gagnrýndir harðlega á síðustu dögum fyrir of miklar veiðar úr makrílstofninum og er talið að þær séu ósjálfbærar. Viðskiptaþvinganirnar felast í því að útflutningur á makríl og öðrum fiskafurðum verður bannaður. 12. september 2012 15:55 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Evrópuþingið samþykkir viðskiptaþvinganir gegn Íslendingum Evrópuþingið samþykkti í dag að beita Íslendinga og Færeyinga viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar, eftir því sem fram kemur í fréttum BBC. Íslendingar og Færeyingar hafa verið gagnrýndir harðlega á síðustu dögum fyrir of miklar veiðar úr makrílstofninum og er talið að þær séu ósjálfbærar. Viðskiptaþvinganirnar felast í því að útflutningur á makríl og öðrum fiskafurðum verður bannaður. 12. september 2012 15:55