Steingrímur: Koðnum ekki niður vegna þessarar samþykktar 12. september 2012 17:33 Steingrímur J. Sigfússon. „Það er í sjálfu sér ágætt að Evrópusambandið hafi áhyggjur af sjálfbærni fiskveiða, en þeir eiga sjálfir langt í land þar, ég geri svo sem engar athugasemdir við það," segir Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra um samþykkt Evrópuþingsins um viðskiptaþvinganir gegn Íslendingum vegna makríldeilunnar svokölluðu. Evrópuþingið samþykkti í dag að beita Íslendinga og Færeyinga viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar, eftir því sem fram kemur í fréttum BBC. Íslendingar og Færeyingar hafa verið gagnrýndir harðlega á síðustu dögum fyrir of miklar veiðar úr makrílstofninum og er talið að þær séu ósjálfbærar. Steingrímur hefur margt við þetta að athuga, hann bendir meðal annars á að rannsóknir hér á landi á markrílstofninum hafi leitt í ljós að stofninn sé að langmestu leytinu í góðu ástandi og nýttur á sjálfbærann og ábyrgan hátt. „En þá kemur að alvöru málsins," segir Steingrímur. „Því er ekki að leyna, að síðasta þegar ég skoðaði þessar reglur, að þær myndu rúma víðtækari aðgerðir en við teljum réttar og við drögum línuna þar," bætir Steingrímur við. „Það að blanda þessu sölu á afurðum, svo ég tali ekki um meðaflategundum eða veiðarfærum eða búnaði við þessar reglur - við myndum taka því óstinnt upp ef útfærsla aðgerðanna fari út fyrir þann ramma sem við teljum lög heimila," segir hann en í niðurstöðu þingsins segir meðal annars að þvinganirnar nái yfir aðra tegundir fiska, Steingrímur áréttar að reglurnar nái þó ekki yfir bolfisk. Hann segir útfærsluna sem samþykkt var af þingmönnum Evrópuþingsins, ekki í samræmi við vilja harðskeyttustu afla á þinginu sem vildu ganga lengra í málinu. Steingrímur áréttar að í reglunum sjálfum sem samþykktar voru er ekki minnst sérstaklega á Færeyjar eða Ísland. „Umfjöllun erlendra fjölmiðla eru að einhverju leyti á misskilningi byggðar hvað það varðar," segir Steingrímur. „En auðvitað vitum við til hvers refirnir eru skornir," bætir hann við. Spurður hvort þarna sé ekki verið að neyða Ísland og Færeyjar að samningaborðinu svarar Steingrímur því til að það sé alveg ljóst að þetta muni spilla andrúmsloftinu. „Ég hef sagt það á mörgum fundum að svona lagað, eða endalausar hótanir um þetta, muni ekki gera neitt annað en að spilla andrúmsloftinu." Steingrímur segir íslensku ríkisstjórnina mótmæla þessari samþykkt harkalega. Hann bendir á að veiðar Íslendingar séu alls ekki eina vandamálið í þessu samhengi. „Við getum auðveldlega snúið þessu við, það að Noregur og ESB úthluti sér einhliða 90 prósentum af makrílstofninum og horfa framhjá rétti Íslendinga í þessu máli er ekki réttlætanlegt," segir Steingrímur. Hann bætir við að málið verði að leysast með málefnalegum hætti við samningaborðið. „En þeir þekkja ekki Íslendinga vel ef þeir halda að við koðnum niður við þessa samþykkt," bætir hann við að lokum. Þó refsiaðgerðirnar hafi verið samþykktar á Evrópuþinginu er enn aðeins um tillögur að ræða. Því er ekki þar með sagt að þeim verði beitt gegn Íslendingum. Tillögurnar eiga eftir að fara fyrir ráðherraráðið sem þá þarf að samþykkja þær. Það yrði að öllum líkindum ekki gert fyrr en í október. Tengdar fréttir Evrópuþingið samþykkir viðskiptaþvinganir gegn Íslendingum Evrópuþingið samþykkti í dag að beita Íslendinga og Færeyinga viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar, eftir því sem fram kemur í fréttum BBC. Íslendingar og Færeyingar hafa verið gagnrýndir harðlega á síðustu dögum fyrir of miklar veiðar úr makrílstofninum og er talið að þær séu ósjálfbærar. Viðskiptaþvinganirnar felast í því að útflutningur á makríl og öðrum fiskafurðum verður bannaður. 12. september 2012 15:55 Viðskiptaþvinganir á Ísland andstæðar lögum Ef Evrópusambandið nýtir heimildir til að beita Íslend refsiaðgerðum vegna makríldeilunnar fara þeir á svig við alþjóðalög. Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson, formaður LÍÚ. 12. september 2012 17:23 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
„Það er í sjálfu sér ágætt að Evrópusambandið hafi áhyggjur af sjálfbærni fiskveiða, en þeir eiga sjálfir langt í land þar, ég geri svo sem engar athugasemdir við það," segir Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra um samþykkt Evrópuþingsins um viðskiptaþvinganir gegn Íslendingum vegna makríldeilunnar svokölluðu. Evrópuþingið samþykkti í dag að beita Íslendinga og Færeyinga viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar, eftir því sem fram kemur í fréttum BBC. Íslendingar og Færeyingar hafa verið gagnrýndir harðlega á síðustu dögum fyrir of miklar veiðar úr makrílstofninum og er talið að þær séu ósjálfbærar. Steingrímur hefur margt við þetta að athuga, hann bendir meðal annars á að rannsóknir hér á landi á markrílstofninum hafi leitt í ljós að stofninn sé að langmestu leytinu í góðu ástandi og nýttur á sjálfbærann og ábyrgan hátt. „En þá kemur að alvöru málsins," segir Steingrímur. „Því er ekki að leyna, að síðasta þegar ég skoðaði þessar reglur, að þær myndu rúma víðtækari aðgerðir en við teljum réttar og við drögum línuna þar," bætir Steingrímur við. „Það að blanda þessu sölu á afurðum, svo ég tali ekki um meðaflategundum eða veiðarfærum eða búnaði við þessar reglur - við myndum taka því óstinnt upp ef útfærsla aðgerðanna fari út fyrir þann ramma sem við teljum lög heimila," segir hann en í niðurstöðu þingsins segir meðal annars að þvinganirnar nái yfir aðra tegundir fiska, Steingrímur áréttar að reglurnar nái þó ekki yfir bolfisk. Hann segir útfærsluna sem samþykkt var af þingmönnum Evrópuþingsins, ekki í samræmi við vilja harðskeyttustu afla á þinginu sem vildu ganga lengra í málinu. Steingrímur áréttar að í reglunum sjálfum sem samþykktar voru er ekki minnst sérstaklega á Færeyjar eða Ísland. „Umfjöllun erlendra fjölmiðla eru að einhverju leyti á misskilningi byggðar hvað það varðar," segir Steingrímur. „En auðvitað vitum við til hvers refirnir eru skornir," bætir hann við. Spurður hvort þarna sé ekki verið að neyða Ísland og Færeyjar að samningaborðinu svarar Steingrímur því til að það sé alveg ljóst að þetta muni spilla andrúmsloftinu. „Ég hef sagt það á mörgum fundum að svona lagað, eða endalausar hótanir um þetta, muni ekki gera neitt annað en að spilla andrúmsloftinu." Steingrímur segir íslensku ríkisstjórnina mótmæla þessari samþykkt harkalega. Hann bendir á að veiðar Íslendingar séu alls ekki eina vandamálið í þessu samhengi. „Við getum auðveldlega snúið þessu við, það að Noregur og ESB úthluti sér einhliða 90 prósentum af makrílstofninum og horfa framhjá rétti Íslendinga í þessu máli er ekki réttlætanlegt," segir Steingrímur. Hann bætir við að málið verði að leysast með málefnalegum hætti við samningaborðið. „En þeir þekkja ekki Íslendinga vel ef þeir halda að við koðnum niður við þessa samþykkt," bætir hann við að lokum. Þó refsiaðgerðirnar hafi verið samþykktar á Evrópuþinginu er enn aðeins um tillögur að ræða. Því er ekki þar með sagt að þeim verði beitt gegn Íslendingum. Tillögurnar eiga eftir að fara fyrir ráðherraráðið sem þá þarf að samþykkja þær. Það yrði að öllum líkindum ekki gert fyrr en í október.
Tengdar fréttir Evrópuþingið samþykkir viðskiptaþvinganir gegn Íslendingum Evrópuþingið samþykkti í dag að beita Íslendinga og Færeyinga viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar, eftir því sem fram kemur í fréttum BBC. Íslendingar og Færeyingar hafa verið gagnrýndir harðlega á síðustu dögum fyrir of miklar veiðar úr makrílstofninum og er talið að þær séu ósjálfbærar. Viðskiptaþvinganirnar felast í því að útflutningur á makríl og öðrum fiskafurðum verður bannaður. 12. september 2012 15:55 Viðskiptaþvinganir á Ísland andstæðar lögum Ef Evrópusambandið nýtir heimildir til að beita Íslend refsiaðgerðum vegna makríldeilunnar fara þeir á svig við alþjóðalög. Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson, formaður LÍÚ. 12. september 2012 17:23 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Evrópuþingið samþykkir viðskiptaþvinganir gegn Íslendingum Evrópuþingið samþykkti í dag að beita Íslendinga og Færeyinga viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar, eftir því sem fram kemur í fréttum BBC. Íslendingar og Færeyingar hafa verið gagnrýndir harðlega á síðustu dögum fyrir of miklar veiðar úr makrílstofninum og er talið að þær séu ósjálfbærar. Viðskiptaþvinganirnar felast í því að útflutningur á makríl og öðrum fiskafurðum verður bannaður. 12. september 2012 15:55
Viðskiptaþvinganir á Ísland andstæðar lögum Ef Evrópusambandið nýtir heimildir til að beita Íslend refsiaðgerðum vegna makríldeilunnar fara þeir á svig við alþjóðalög. Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson, formaður LÍÚ. 12. september 2012 17:23