Innlent

Tveir menn í fíkniefnavímu brutust inn í kjallaraíbúð

Tveir karlmenn undir áhrifum fíkniefna brutu sér leið inn í kjallaraíbúð í austurborginni í nótt og gerðu sig líklega til að ræna þar verðmætum, en húsráðandi var heima.

Annar íbúi í húsinu gerði lögreglu við viðvart, sem kom þegar á vettvang og handtók mennina þar.

Þeir eru vistaðir í fangageymslum og verða yfirheyrðir í dag, en talið er að einhverskonar uppgjörsmál hafi verið í gangi. Húsráðandi slapp óskaðaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×