Innlent

Líkamsárás á Laugarveginum

Karlmaður var sleginn og skallaður á Laugaveginum í Reykjavík á tólfta tímanum í gærkvöldi.

Árásarmaðurinn fannst síðar um nóttina og var handtekinn, en þolandinn var fluttur á slysadeild, þar sem gert var að sárum hans og fékk hann að fara heim að því loknu.

Árásarmaðurinn mun hafa verið undir áhrifum lyfja eða fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×