Innlent

Umsóknir um strandveiðar streyma inn

Umsóknir um strandveiðileyfi í sumar streyma nú inn til Fiskistofu, eftir að farið var að taka á móti þeim í gær. Talið er að hátt í sjö hundruð bátar muni stunda veiðarnar í sumar.

685 bátar stunduðu strandveiðar í fyrrasumar, eða rösklega 40 færri en árið áður, en fóru þó fleiri veiðiferðir og veiddu liðlega sjö þúsund tonn af þroski. Veiðigjaldið er 72 þúsund krónur og svo eru greiddar röskar níu krónur af hverju lönduðu þorskkílói.

Veiðarnar mega hefjast annan maí og er búist við að þær hefjist af miklum krafti, fyrst á D svæðinu frá Faxaflóða go austur til hafnar í Hornafiðri. Hinsvegar er búist við að lang flestir óski eftir heimildum á A svæðinu, frá Snæfellsnesi og inn í Ísafjarðardjúp.

Sumir byrja þó ekki veiðarnar fyrr en að grásleppuvertíð lokinni, en nú sígur á seinnipart hennar. Hún stefnir í að verða yfir meðallagi góð í magni talið og afurðaverð fyrir hrognin hefur líka þótt all gott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×