Nærtækast að brúa Þorskafjörð utarlega Kristján Már Unnarsson skrifar 21. apríl 2012 19:09 Vegamálastjóri segir nærtækast að brúa Þorskafjörð utarlega verði vegarlagning um Teigsskóg ekki leyfð. Slík lausn kæmi þorpinu á Reykhólum til góða. Ögmundur Jónasson, ráðherra vegamála, leggst gegn því að framtíðarlega Vestfjarðavegar verði um Teigsskóg, eins og Vegagerðin vildi, en sú tillaga, kölluð leið B, gerði ráð fyrir að vegurinn færi út með vestanverðum Þorskafirði og yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Ögmundur lagði í staðinn til að grafin yrðu göng undir Hjallaháls, en Vestfirðingar sjá ekki að peningar í slík göng fáist á næstunni. Ráðherrann hefur falið Vegagerðinni að skoða aðra kosti og segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri allt að fimm leiðir til skoðunar. Ef Teigsskógsleiðin sé úti, sem allir séu þó ekki sammála um, sé ljóst að jarðgöng séu dýr og unnt sé að leggja ódýrari láglendisveg. Þá sé nærtækast, að mati vegamálastjóra, að fara út með Þorskafirði og þar yfir en síðan yrði fylgt sömu leið og áður var áformað. Þessi leið þýddi að firðirnir þrír yrðu allir brúaðir en Teigsskógi yrði hlíft. Þjóðvegurinn frá Bjarkalundi myndi þannig ekki liggja um botn Þorskafjarðar heldur yrði lagður nýr vegur út með austanverðum firðinum. Brú yfir utanverðan Þorskafjörð þýddi að einfalt yrði að gera tengingu við Reykhóla, sem kæmust þannig í alfaraleið. Hreinn segir undirbúning miða við að unnt verði að bjóða verkið út eftir þrjú ár, eða um það leyti sem endurbyggingu vegarins milli Kjálkafjarðar og Vattarfjarðar lýkur. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Sjá meira
Vegamálastjóri segir nærtækast að brúa Þorskafjörð utarlega verði vegarlagning um Teigsskóg ekki leyfð. Slík lausn kæmi þorpinu á Reykhólum til góða. Ögmundur Jónasson, ráðherra vegamála, leggst gegn því að framtíðarlega Vestfjarðavegar verði um Teigsskóg, eins og Vegagerðin vildi, en sú tillaga, kölluð leið B, gerði ráð fyrir að vegurinn færi út með vestanverðum Þorskafirði og yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Ögmundur lagði í staðinn til að grafin yrðu göng undir Hjallaháls, en Vestfirðingar sjá ekki að peningar í slík göng fáist á næstunni. Ráðherrann hefur falið Vegagerðinni að skoða aðra kosti og segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri allt að fimm leiðir til skoðunar. Ef Teigsskógsleiðin sé úti, sem allir séu þó ekki sammála um, sé ljóst að jarðgöng séu dýr og unnt sé að leggja ódýrari láglendisveg. Þá sé nærtækast, að mati vegamálastjóra, að fara út með Þorskafirði og þar yfir en síðan yrði fylgt sömu leið og áður var áformað. Þessi leið þýddi að firðirnir þrír yrðu allir brúaðir en Teigsskógi yrði hlíft. Þjóðvegurinn frá Bjarkalundi myndi þannig ekki liggja um botn Þorskafjarðar heldur yrði lagður nýr vegur út með austanverðum firðinum. Brú yfir utanverðan Þorskafjörð þýddi að einfalt yrði að gera tengingu við Reykhóla, sem kæmust þannig í alfaraleið. Hreinn segir undirbúning miða við að unnt verði að bjóða verkið út eftir þrjú ár, eða um það leyti sem endurbyggingu vegarins milli Kjálkafjarðar og Vattarfjarðar lýkur.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Sjá meira