Vítisenglar safna upplýsingum um lögreglumenn 15. maí 2012 08:00 Lögreglan hefur upplýsingar um að Vítisenglar fylgist með þeim. Lögregluyfirvöld, bæði hér á Íslandi og erlendis, hafa orðið þess áskynja að meðlimir vélhjólasamtakanna Vítisengla safni upplýsingum um lögreglu og starfsmenn hennar. Þetta kemur fram í skýrslu sem lögreglan vann um starfsemi Vítisengla og Vísir hefur undir höndum. Í skýrslunni kemur fram að í október á síðasta ári gerði lögreglan húsleit hjá bróður Einars Inga Marteinssonar, þáverandi forseta Vítisengla á Íslandi, vegna upplýsinga um að maðurinn væri að selja fíkniefni fyrir Vítisengla. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var maðurinn meðlimur í stuðningshópi Vítisengla. Í tölvu mannsins fundust myndir af starfsstöð fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins og af bílastæðum við húsið. Þá gerði lögreglan húsleit hjá öryggisstjóra Vítisengla á Íslandi í mars síðastliðnum. Þar fannst útprentaður listi með nöfnum lögreglumanna og í tölvu mannsins fannst myndskeið sem sýndi lögreglumenn hafa afskipti af meðlimum Vítisengla. Lögreglan fékk upplýsingar um það í október í fyrra að Einar Ingi Marteinsson, þáverandi forseti Vítisengla, hafi fyrirskipað öllum meðlimum Vítisengla að fá nöfn og fleiri upplýsingar um alla lögreglumenn sem hefðu af þeim afskipti. Fyrrgreindum Einari Inga var vikið úr klúbbnum fyrr á árinu en hann er í gæsluvarðhaldi vegna ofbeldisbrots sem hann er grunaður um að hafa skipulagt. Engar upplýsingar eru um það í skýrslunni hvers vegna Vítisenglar vilja að meðlimir samtakanna safni upplýsingum um lögreglumenn. En yfirstjórn lögreglunnar tekur allri ógn sem kann að steðja að lögreglumönnum mjög alvarlega. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
Lögregluyfirvöld, bæði hér á Íslandi og erlendis, hafa orðið þess áskynja að meðlimir vélhjólasamtakanna Vítisengla safni upplýsingum um lögreglu og starfsmenn hennar. Þetta kemur fram í skýrslu sem lögreglan vann um starfsemi Vítisengla og Vísir hefur undir höndum. Í skýrslunni kemur fram að í október á síðasta ári gerði lögreglan húsleit hjá bróður Einars Inga Marteinssonar, þáverandi forseta Vítisengla á Íslandi, vegna upplýsinga um að maðurinn væri að selja fíkniefni fyrir Vítisengla. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var maðurinn meðlimur í stuðningshópi Vítisengla. Í tölvu mannsins fundust myndir af starfsstöð fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins og af bílastæðum við húsið. Þá gerði lögreglan húsleit hjá öryggisstjóra Vítisengla á Íslandi í mars síðastliðnum. Þar fannst útprentaður listi með nöfnum lögreglumanna og í tölvu mannsins fannst myndskeið sem sýndi lögreglumenn hafa afskipti af meðlimum Vítisengla. Lögreglan fékk upplýsingar um það í október í fyrra að Einar Ingi Marteinsson, þáverandi forseti Vítisengla, hafi fyrirskipað öllum meðlimum Vítisengla að fá nöfn og fleiri upplýsingar um alla lögreglumenn sem hefðu af þeim afskipti. Fyrrgreindum Einari Inga var vikið úr klúbbnum fyrr á árinu en hann er í gæsluvarðhaldi vegna ofbeldisbrots sem hann er grunaður um að hafa skipulagt. Engar upplýsingar eru um það í skýrslunni hvers vegna Vítisenglar vilja að meðlimir samtakanna safni upplýsingum um lögreglumenn. En yfirstjórn lögreglunnar tekur allri ógn sem kann að steðja að lögreglumönnum mjög alvarlega.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira