Fótbolti

Van Bommel: Ég hætti í landsliðinu ef við vinnum EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mark van Bommel
Mark van Bommel Mynd/AFP
Mark van Bommel gaf það út í hollenskum fjölmiðlum að hann ætli að leggja landsliðskóna á hilluna takist hollenska landsliðinu að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn í sumar. Holland er eitt af sigurstranglegustu þjóðunum á EM en er í sannkölluðum dauðariðli með Þýskalandi, Portúgal og Danmörku.

„Ég mun örugglega hætta í landsliðinu en við vinnum EM í sumar. Fyrir utan það þá held ég öllu öðru opnu," sagði Mark van Bommel í viðtali við hollenska blaðið De Telegraaf.

Van Bommel, sem er orðinn 35 ára gamall, hefur leikið 74 landsleiki fyrir Holland frá árinu 2000 en hann er tengdasonur landsliðsþjálfarans Bert van Marwijk.

„Ég gæti hugsað mér að spila tvö til þrjú ár til viðbótar og gæti einnig haldið áfram með landsliðinu. Ég tek enga lokaákvörðun um landsliðið nema ef að við vinnum EM," sagði Van Bommel

Mark van Bommel var að klára sitt síðasta tímabil með AC Milan á dögunum en hann mun spila með PSV Eindhoven í heimalandinu næsta vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×