Fótbolti

Enginn frá Barcelona eða Chelsea í spænska landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vicente del Bosque og Pep Guardiola.
Vicente del Bosque og Pep Guardiola. Mynd/Nordic Photos/Getty
Vicente del Bosque, þjálfari spænska landsliðsins í fótbolta, hefur valið landsliðshóp fyrir komandi vináttulandsleiki við Serbíu og Suður-Kóreu. Del Bosque valdi ekki leikmenn frá Barcelona, Athletic Bilbao eða Chelsea í hópinn sinn.

Þessir leikmenn eru þó langt frá því að vera öruggir með sæti sitt í EM-hópnum því Del Bosque valdi ekki leikmenn frá Barcelona, Athletic Bilbao og Chelsea þar sem þau eru að spila úrslitaleiki.

Barcelona og Athletic Bilbao mætast í bikarúrslitaleiknum á Spáni og Chelsea er að spila til úrslita í Meistaradeildinni.

Það má búast við því að leikmenn eins og Xavi, Andres Iniesta, Sergio Busquets, Gerard Pique, Cesc Fabregas, Pedro, Victor Valdes, Fernando Llorente, Javi Martinez, Iker Muniain, Andoni Iraola, Juan Mata og Fernando Torres verði með í EM-hópnum.

Landsliðshópur Spánverja:

Markmenn: Iker Casillas (Real Madrid), José Manuel Reina (Liverpool), David De Gea (Manchester United)

Varnarmenn: Álvaro Arbeloa (Real Madrid), Sergio Ramos (Real Madrid), Raúl Albiol (Real Madrid), Jordi Alba (Valencia), Ignacio Monreal (Málaga CF), Juanfran Torres (Atlético Madrid), Álvaro Domínguez (Atlético Madrid)

Miðjumenn: Xabier Alonso (Real Madrid), Santiago Cazorla (Málaga CF), Beñat Etxebarria (Real Betis), Francisco R. Alarcón 'Isco' (Málaga CF), Javier García (SL Benfica), Bruno Soriano (Villarreal)

Sóknarmenn: David Silva (Manchester City), Jesús Navas (Sevilla CF), Álvaro Negredo (Sevilla FC), Roberto Soldado (Valencia), Adrián López (Atlético Madrid).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×