Innlent

60 prósent þjóðarinnar notar símaskrána

Sigríður Margrét Oddsdóttir.
Sigríður Margrét Oddsdóttir.
„Það hafa auðvitað orðið miklar tæknibreytingar á síðustu fimm árum en staðreyndin er samt sú að stór hópur notar símaskrána," segir Sigríður Margrét Björnsdóttir, forstjóri Já, sem fagnar útgáfu símaskrárinnar í dag. Sigríður var í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún útskýrði fyrir þeim félögum að ekki aðeins lifði skráin góðu lífi.

„Samkvæmt könnun sem við gerðum í fyrra notuðu fleiri skrána árið 2010 en árið 2011, en það var um 60 prósent þjóðarinnar," sagði Sigríður Margrét sem bætti við að 140 þúsund eintök væru prentuð út af símaskránni. Og það færi fjarri því að bókin góða lægi á lager hjá fyrirtækinu.

Sigríður benti einnig á að 400 þúsund númer eru skráð í símaskrána en um 320 þúsund manns búa hér á landi. Þá eru 90 til 95 prósent þjóðarinnar skráð í símaskrána, sem er líklega nærri því að vera heimsmet.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Sigríði Margréti hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×