Anton Sveinn Mckee úr Ægi setti í dag tvö Íslandsmet í sama sundinu þegar hann keppti í 1500 metra skriðsundi á Heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í Istanbul í Tyrklandi. Anton Sveinn setti þar með þrjú Íslandsmet á mótinu.
Anton Sveinn Mckee synti 1500 metra skriðsund á tímanum 15.00.51 mínútum en tíminn hans eftir 800 metra var 7.52.84 mínútur. Með þessu bætti hann eigið með í báðum sundum.
Gömlu mettímarnir hans voru 15.01.35 mínútur í 1500 metrunum og 7.58.40 mínútur í 800 metrunum. Anton Sveinn hafði áður bætt met Arnar Arnarsonar í 400 metra skriðsundi.
Anton Sveinn með tvö Íslandsmet í sama sundinu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti


Læti fyrir leik í Póllandi
Fótbolti



„Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“
Íslenski boltinn

United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

