Innlent

Djúpið fékk góðar viðtökur í Toronto

Kvikmyndin Djúpið sem Baltasar Kormákur leikstýrði var frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Torontó í Kanada í gærkvöldi. Bandaríkjamenn hafa þegar sýnt áhuga á að endurgera myndina. Karen Kjartansdóttir vakti leikstjórann í morgun og spurði hann út í viðtökur.

Handrit kvikmyndarinnar byggir á atburði sem varð árið 1984 en þá sökk skipið Hellisey austur af Heimaey. Fjórir af fimm skipverjum drukknuðu en einn þeirra, Guðlaugur Friðþórsson, tókst að synda sex kílómetra og ná til lands. Frásagnir af þessum harmleik og þessu afreki þekkja flestir Íslendingar.

Af viðtökum áhorfanda í Toronto í gær er augljóst að sagan hreyfir við fleirum.

Hvernig lýsti fólki upplifun sinni? „Fólk virtist vera mjög áhugasamt um þetta og þessi saga er líka mögnuð," segir Baltasar.

Þess má geta að Guðlaugur veitti ekki samþykki sitt fyrir myndinni og í samtali við fréttastofu í dag sagðist hann ekki hafa hug á að sjá hana.

„Hann setti sig ekki upp gegn myndarinnar, í það minnsta ekki í mín eyru heldur sagði að hann vildi ekki taka þátt í henni. Það er hans ákvörðun og ég virði hana."

Kvikmyndavefurinn DailyScreen greindi svo frá því í morgun að bandarískir framleiðendur hafa þegar sýnt því áhuga á að endurgera myndina. Baltasar segir að hann hafi heyrt af því enn ekki hafi farið fram forlegar viðræður um það.

Erfitt var að kvikmynda mörg atriðanna í myndinni og voru Baltasar og Stormur sonur hans sem lék í myndinni spurðir mjög út í það eftir myndina.

„Það var mikið klappa í lokin og við vorum spurðir margra spurninga í lokin. Það eru magnaðar senur í myndinni sem var eiginlega ekki hægt að taka upp en það tókst."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×