Vill breyta Grímsstöðum í fólkvang Brjánn Jónasson skrifar 11. maí 2012 15:55 Grímsstaðir á Fjöllum. mynd/ slysavarnafélagið landsbjörg Til stendur að breyta nær öllu því landi sem kínverski fjárfestirinn Huang Nubo vill leigja á Grímsstöðum á Fjöllum í fólkvang. Þetta kemur fram í drögum að samkomulagi við sveitarfélögin á svæðinu, sem undirbúa kaup á 72,19 prósentum jarðarinnar af landeigendum. Verði svæðið gert að fólkvangi verður almenningi heimilt að nota það til almennrar útivistar, auk þess sem náttúran á svæðinu mun njóta sérstakrar verndar samkvæmt drögum að samkomulagi milli sveitarfélaga og Huangs. Málinu er þó langt frá því lokið. Í samningsdrögunum kemur fram að allt að 99 prósent af landareigninni verði gerð að fólkvangi eða þjóðgarði, segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunar félags Eyjafjarðar, sem ásamt Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga hefur unnið að undirbúningi málsins fyrir hönd sveitarfélaganna. Hann segir að á því eina prósenti sem eftir standi komi til með að verða byggingar sem Huang hyggst reisa. „Með þessum gjörningi, ef af verður, get ég fullyrt að almenningur mun hafa ríkari rétt til umgengni um landið en hann hefur í dag," segir Þorvaldur. „Ef þetta verður lýst fólkvangur hefur almenningur rétt á að ganga þarna um. Það er verið að auka rétt fólks til umgengni á landinu, sem í dag er einkalóð." Samkvæmt samningsdrögunum munu sveitarfélögin kaupa ríflega 72 prósent landareignarinnar Grímsstaða á Fjöllum. Stærstur hluti þess lands sem ekki stendur til að kaupa, um 25 prósent, er í eigu ríkisins. „Öllum öðrum eigendum býðst að selja sveitarfélögunum á sama verði og þau kaupa þennan hluta á, en þeir þurfa þess ekki," segir Þorvaldur. Hann segir að þrátt fyrir að ríkið eigi fjórðung landsins geti það ekki í gegnum þann eignarhlut komið í veg fyrir að aðrir eigendur leigi út sinn hluta af landinu. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Til stendur að breyta nær öllu því landi sem kínverski fjárfestirinn Huang Nubo vill leigja á Grímsstöðum á Fjöllum í fólkvang. Þetta kemur fram í drögum að samkomulagi við sveitarfélögin á svæðinu, sem undirbúa kaup á 72,19 prósentum jarðarinnar af landeigendum. Verði svæðið gert að fólkvangi verður almenningi heimilt að nota það til almennrar útivistar, auk þess sem náttúran á svæðinu mun njóta sérstakrar verndar samkvæmt drögum að samkomulagi milli sveitarfélaga og Huangs. Málinu er þó langt frá því lokið. Í samningsdrögunum kemur fram að allt að 99 prósent af landareigninni verði gerð að fólkvangi eða þjóðgarði, segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunar félags Eyjafjarðar, sem ásamt Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga hefur unnið að undirbúningi málsins fyrir hönd sveitarfélaganna. Hann segir að á því eina prósenti sem eftir standi komi til með að verða byggingar sem Huang hyggst reisa. „Með þessum gjörningi, ef af verður, get ég fullyrt að almenningur mun hafa ríkari rétt til umgengni um landið en hann hefur í dag," segir Þorvaldur. „Ef þetta verður lýst fólkvangur hefur almenningur rétt á að ganga þarna um. Það er verið að auka rétt fólks til umgengni á landinu, sem í dag er einkalóð." Samkvæmt samningsdrögunum munu sveitarfélögin kaupa ríflega 72 prósent landareignarinnar Grímsstaða á Fjöllum. Stærstur hluti þess lands sem ekki stendur til að kaupa, um 25 prósent, er í eigu ríkisins. „Öllum öðrum eigendum býðst að selja sveitarfélögunum á sama verði og þau kaupa þennan hluta á, en þeir þurfa þess ekki," segir Þorvaldur. Hann segir að þrátt fyrir að ríkið eigi fjórðung landsins geti það ekki í gegnum þann eignarhlut komið í veg fyrir að aðrir eigendur leigi út sinn hluta af landinu.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira